Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 46
142
Frá uppvexti Jóns Sigurössonar.
viti og sinnugleik«, hafi játað í ritgjörð nokkurri sem
prentuð hafi verið i Kaupmannahafnarpósti 31. ágúst og
1. september í fyrra (sbr. 131. bls. að framan), að tvöfaldar
kosningar væri hentugar á Islandi.
Breytingartillögu Christensens, að engum leyfist á al-
þingi að mæla á aðra tungu en íslenzka, getur höf. með
engu móti samþykst, en aftur á móti segir hann vel mega
vera, »að nauðsyn væri á og vel til fallið, að ákveða í
lögunum að danskir menn, er eigi væri fullfærir í íslenzku,
skyldi hafa rétt til að mæla á danska tungu á alþingi,
en Islendingar skyldi þar á mót eigi hafa slíkan
r é 11«(!), meðfram til þess að koma í veg fyrir að stöku
Islendingar kynni at' nenningarleysi að taka sér sama
rétt og Danir, að mæla á danska tungu. Loks telur höf.
óþarft, að alþingi sé háð í heyranda hljóði, en ætlar rétt-
ast að geyma alþingismönnum sjálfum að skera úr því.
Nú hafa verið tilgreind nokkur helztu atriðin úr grein
Melsteðs, og er óþarfi að benda mönnum á hversu skoð-
anir hans um landsstjórn, þing og kosningar voru gagn-
ólíkar skoðunum Jóns. Og þó var Melsteð vafalaust ein-
hver frjálslyndasti og vitrasti maðurinn í embættismanna-
nefndinni, sem hefir án efa gert sér töluvert far um að
átta sig á hinum nýju skoðunum, sem breytingartillög-
urnar við frumvarpið voru sprottnar af; en honum hefir
auðsjáanlega ekki tekist að skilja réttmæti þeirra.
Eius og eðlilegt var taldi Jón Sigurðsson sér skylt að
svara grein þessari, og i »Fædrelandet« nr. 1280—1282
(30. júní og 1. og 3. júlí 1843) birtist svar hans: Svar
paa Kammerraad Melsteds »Bemærkninger« om
Althingssagen. Greinin var auðkend »Islendingr«.
Skal hér að eins gefið stutt ágrip af efni hennar, en ann-
ars visum vér lesendum til »Fjögurra þátta« (29.—51. bls.).
I upphafi ritgjörðarinnar getur höf. þess, að hver skyn-
samur maður, sem þekki til ásigkomulags á Islandi hafi
fyrir löngu lagt svofeldan dóm á aðgjörðir embættismanna-
nefndarinnar 1841: að hún hafi að vísu sýnt, að hún hafi
getað komist niður í ýmsum minni háttar málefnum og lagt