Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 120
216
Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaður.
er ekki einusinni hænufet til framfara, eins og nokkrir
hafa látið á sér heyra, og það gengur yfir mig, að nokkr-
um íslendingi með íslenzku hugarfari, skuli blandast hug-
ur uin, að ganga að slíku boði«l). Mótstöðumenn hans
kendu líka Jóni einum um úrslitin, þannig segir Grímur
Thomsen, er þá sat í fyrsta sinn á þingi, og lagði sig
mikið fram með frumvörpunum: Eg leyfði mér að geta
þess við undirbúningsumræðuna, að svo liti út, sem ein-
hver ósýnilegur andi hefði svifið yfir vötnunum, meðan
nefndin var að starfa sínum, og blessað athafnir hennar.
Þessi andi hefir síðan gjörst sýnilegur í forsetastólrium«2);
hann bregður þingmönnum um, að þeir séu altof fylgi-
spakir við forseta, »eg er hræddur um, að þegar sá tími
kemur, að hann (forseti) vill sjálfur koma samkomulagi
á, þá muni honum eigi verða unt að kalla fylgisveina
sínaafturaf þeim vegi, er hann hefir sjálfur vísað þeim«.
Það fór nú samt ekki svo, að málið væri lagt á hill-
una, því fjárhagsmálið var lagt fyrir rikisþingið og þar
samþykt til fullnaðar, og komu síðan út »stöðulögin« 2.
jan. 1871. Þau innihalda svo sem kunnugt er, og nafnið
bendir á, undirstöðuatriðin fyrir sambandinu milli íslands
og Danmerkur, og þau eru lögleidd af ríkisþinginu einu,
þrátt fyrir konungleg heityrði um, að slík lög skyldu
áður en þau næði staðfestingu, lögð fyrir alþingi til sam-
þykkis. Það var því engin furða, þótt Islendingar vildu
ekki samþykkja lögin sem gildandi fyrir Island, heldur
skoðuðu þausemhrein og bein þvingunarlög; þeim var því
mótmælt ekki einungis að forminu til, að svo miklu leyti
sem alþing hafði ekki fengið að fjalla um þau, heldur
var þeim einnig mótmælt að efni til, þar sem þau þóttu
innihalda atriði, sem voru gagnstæð réttindum landsins.
Otal bænarskrár komu því úr flestum sýslum landsins til
þingsins um að inótmæla gildi stöðulaganna, og það gerði
alþing líka rækilega 1871.
Fyrir þetta alþingi lagði stjórnin enn frumvarp til
») Alþ.tíð. 1869 I bls. 677.
a) sst. bls. 759.