Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 152
248
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
Þar að auki keipti Jón Sigurðsson til útbítingar handa
fjelagsmönnum Þjóðsögur Jóns Arnasonar (1862—1865) og
kenslubók Stolls í goðafræði Grríkkja og Rómverja, íslensk
aða af Stgr. Thorsteinsson (1872—1873).
Otaldar eru enn þær bækur, sem Jón samdi firir
fjelagið á þessum árum. Þær eru:
Lítil fiskibók, 1859.
Lítil varningsbók, 1861. Þar í eru raeðal annars
dregnar saman mjög fróðlegar skírslur um bú-
peningsfjölda á Islandi frá elstu tímum og um
útfluttar vörur.
Minningarrit Bókmentafjelagsins 1867. Er þar í
ágætt ifirlit ifir sögu fjelagsins firstu 50 árin
með filgiskjölum.
Tvær af þessum bókum sína áhuga Jóns á því að
efla atvinnuvegi landsins, enn Minningarritið er oss sjer-
staklega dírmætt bæði sakir efnisins og sem vottur þess,
hve miklu ástfóstri hann hafði tekið við fjelag vort.
Það er ekki neitt smáræði, sem Bókmentafjelagið gaf
út af bókum á forsetaárum Jóns Sigurðssonar. Jeg hef
lauslega kastað tölu á arkafjöldann, og telst mjer, að
báðar deildir hafi á árunum 1852—1879, að báðum árum
meðtöldum, gefið út rúmlega 1650 arkir, eða sem svarar
26400 blaðsíðum í 8 blaða broti, og eru þó ótaldar Skírsl-
ur og reikningar öll þessi ár ásamt filgiritum þeirra.
Meðal þessara bóka eru mörg ómissandi heimildarrit til
sögu landsins og bókfræða og margar, sem má kalla
sanna príði bókmenta vorra.
Þrátt firir þetta var fjárhagur fjelagsins í góðu lagi,
þegar Jón fjell frá. Vaxtasjóður þess hafði að vísu ekki
aukist nema um tæpar 400 kr. samtals í báðum deildum
síðan hann tók við. Kom það að nokkru leiti af því, að
sjóður Reikjavíkurdeildarinnar hafði gengið til þurðar um
rúmar 600 kr., enn hins vegar hafði sjóður Hafnardeildar
vaxið um 10C0 kr.1). Aftur á móti höfðu tillög fjelags-
') í árslok 1851 var sjóður Hafnardeíldar 17000 kr., Eeikjavíkur-
deildar 1410 kr. í árslok 1878 sjóður Hd. 18000 kr., Evd. 805 kr.