Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 187
Endurminningar nm Jón Sigurðsson.
283
arnir. Alt þetta var svo bundið sterklega í þykkar bæk-
ur, og þær síðan geymdar eins og helgur dómur í skjala-
safni alþingis, og þar eru þær til enn. A sama hátt
voru þannig hreinrituð, og síðan bundin í bækur, öll skjöl
þingsins. Þetta gerðu og utanþingsskrifarar. Jón veitti
mér utanþingsskriftir við þingið þetta sumar. Innanþings-
skrifurum var borgað fast kaup eins og þingmönnum,
3 rdl. (6 kr.) á dag; en utanþingsskrifurum voru borgaðir
24 sk. (50 au.) fyrir örkina, og skyldi vera »akta«-skrift,
en það minnir mig að væri 28 stafir í línu og 32 línur á
síðu, en 4 síður í örk. Greiðir skrifarar og úthaldssamir,
er sátu við 12 klst. á dag, gátu fyrir þetta verk náð
3 rdl. kaupi. Þó að eg ritaði allgóða hönd, var eg þó
enginn iðnismaður við skriftirnar. Eitt það sem ekki
tiýtti fyrir mér, var það, að eg gerði mér alt far um að
láta sem fæsta stafi vera umfram á örkinni, en auðvitað
hélt eg fullum stafafjölda. Eg hafði strykblað undir, svo
að línutalan var örugg, en hvernig sem eg hafði mig við,
veitti mér það örðugast, að ekki yrðu fleiri stafir í línu
en skylda bar til. Við þessa viðleitni mína fengu síðurn-
ar það útlit, að alt sýndist þar óvenjulega gleitt og gisið.
Eg hafði aldrei á ævi minni enn átt orðastað við
Jón Sigurðsson. Við utanþingsskrifarar sátum við skriftir
vorar niðri í 4. bekkjar stofu í latínuskólanum. Einhvern
dag var það, að Jón Sigurðsson kom inn og gekk um og
leit á verk okkar. Þegar hann kom til mín og leit á
hjá mér, hnyklaði hann brýrnar, tók upp þær hreinskrif-
uðu arkir, sem hjá mér lágu, og fletti þeim lauslega.
»Þér skrifið alt of gisið«, sagði Jón nokkuð stuttlega.
»Það er »akta«skrift«, svaraði eg.
»Nei, þetta er ekki aktaskrift«.
»Jú, það e r aktaskrift. Þér getið talið stafi eg
línur«.
»Eg þarf þess ekki; eg sé það«.
»Þér sjáið það ekki rétt. Eg v e i t, að það er
aktaskrift«.