Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 203
Endurminningar am Jón Sigurðsson.
299
Hér er ekki þörf á að fara út í það, hvernig Forseti
var búinn að kynna sér sambandsmálið og fjárhagsmál Is-
lands, áður en hann lagði úti baráttuna í þeim efnum.
Eg kom til Hafnar með skilning Espólíns, og ísleifs á
Brekku — held eg megi segja — á framkomu Magnúsar
Stephensens konferenzráðs meðan Jörundur konungur sat
hér að völdum. Þessi hugnæmi kafli íslandssögu barst í
tal eitt kvöld úti hjá Forseta. Eg slengdi því út að í þ v í
máli hefði Stephensen farist furðu óviturlega. Forseti
sagðist kannast við þá skoðun, en var alt annarar skoð-
unar sjálfur. Hann skýrði frá sinni skoðun á þessa leið:
»Þegar búið var að taka stiptamtmanninn fastan og setja
Jörgensen hér upp sem landstjóra eða bráðabirgðakonung,
og þetta hafði verið gjört af skipherra á ensku vopnuðu
skipi, þá var öll ástæða til að álíta að brezka stjórnin
stæði bakvið Phelps (skipstjórann). Danir gátu enga
björg veitt sjálfum sér og íslendingum því síður, af þeim
var ekkert að óttast. Stephensen átti kunningja og vini,
sem stóðu nærri Englakonungi, t. d. Jóseph Banks. Þegar
Jörgensen hafði eftir undirlagi honum vitrari manna gefið
út auglýsingu um að kalla alþing saman til þess að gefa
landinu stjórnarskrá, og ætlaði að afhenda því vald sitt,
þá var það ljóst að Bretastjórn gat ekki snúið sér annað
til þess að mynda þessa nýju stjórn, en til M. St. sjálfs,
og að hann var langfærasti maðurinn til þess að taka
við taumunum. Það var svo langt frá því að framkoma
M. St. væri heimskuleg, að hún var bygð á öllum þeim
útreikningum, sem heima var unt að gjöra, og þar að auki
vann hann patriótiskt verk, því íslandi hefði orðið stjórn
hans og Englendinga miklu happadrýgri, en stjórn ein-
valdskonungsins í Danmörku gat nokkurn tíma orðið«.
Þekking Forseta á sögu landsins var svo skýr og ljós,
að þeim, sem þektu atburðina, sem hann talaði um, gat
fundist að hann hefði lifað sjálfur þegar atburðirnir urðu,
og að hann hefði talað við höfuðmennina, sem höfðu átt
hlut í þeim. Mér hefir ávalt fundist að Þórður kakali hafi
verið drepinn á eitri í Noregi, og að konungurinn hafi