Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 56
152
Æfiágrip Sigurðar prófasts Jónssonar.
hans eigin synir; Jens kendi hann undir skóla, en Jón var útskrifaður
undan hans eigin hendi.
Sem prestur og prófastur var hann efunarlaust ílestum samtíðar-
mönnnm sínum fremri að reglusemi og vandvirkni í öllu; hann var að
visu ekki sérlega fljótgáfaður eða bráðskarpnr, sem menn svo kalla, en
hafði einkar gott minni og greindargáfu, og kunni yfir höfuð vel að
brúka gáfur sinar. — Hann var mikið góður kennimaður og vandaði
kenningar sínar mætavel, eins og öll önnur verk sín. — 011 embættis-
verk hans fóru með mestu snild; hann var raddmaður góður, og meðan
hann var í skóla, var hann valinn þar til að vera forsöngvari.
Þó síra Sigurður prófastur að visu væri hinn mesti iðjumaður, eins
og áður er ávikið, og þó honum blessaðist mjög svo vel búskaparhagur
— einkum eftir að hann sat einn að hrauðinu — var velmegun hans og
búsæld ekki síður að þakka dugnaði og ráðdeild hans góðfrægu konu,
sem á Vestfjörðum er orðlögð fyrir framúrskarandi gáfur, dugnað og
alla þá kosti, sem prýða góða konu. ‘)
Æfiágrip þetta samdi síra Oddur Sveinsson, eftirmaðnr síra Sigurðar
í brauðinu, árib 1856 fyrir tilmseli Jens Sigurðssonar.
í bróti sem fór meb æfiágripinu dags. 9. des. 1856 getur hann þess, að
fyrri part ágripsins hafi hann tekið »ab mestu leyti orðrótt eftir þvi, sem«
Sigurbur prófastur »sjálfur hafði skrifað*, nema hvað hann hafi vikið lítið eitt
við orðfærinu; síöari parturinn segir höf. sé bygður á sinni »litlu þekkingu á
honum í lifanda lifi, og sögusögn þeirra«, sem hann hafi þózt *óhætt mega
trúa«. Bréf þetta og ágrip hefir Jón yfírdómari Jensson góðfúslega léb mér; en
eg hafði nær þvf lokið við greinarkornið *Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar*, þeg-
ar ágripið barst mér i hendur.
Þorleifur H. Bjarnason.