Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 194
290
Endurminningar um Jón Sigurðsson.
þeim erindum að kaupa mér prentsmiðju og ætlaði að fara
að gefa út blað á Eskifirði. Var því eðlilegt að talið dræg-
ist nokkuð að pólitík bæði þessi kvöld. Það fann eg á
bonum, að hann vildi láta frekari stjórnarskrárbaráttu.
liggja niðri þá um stund, en snúa sér heldur að umbótum
og framförum í landinu, reyna að hagnýta sem bezt þau
umráð, sem stjórnarskráin, þótt ófullkomin væri, hefði
veitt oss yfir málum vorum. Heldur fanst mér Jóni þá
farið að hnigna og fjörið orðið minna en áður hafði verið.
Eftir þetta sá eg Jón ekki.
Þetta eru fátæklegar og efnisrýrar línur, en eg hefi
bundið mig við þau persónulegu kynni, sem eghafði
af Jóni Sigurðssyni, en áleit það liggja fyrir utan verk-
efnið, að minnast á þau áhrif, sem hinn mikli maður hafði
á mig sem aðra með ritum sínum og öllu ævistarfi.
IV.
Eftir Indriða skrifstofustjóra Einarsson.
1. Hættir, framganga og umgengni.
Utliti Jóns Sigurðssonar ætla eg mér ekki að reyna
að lýsa, því að standmynd Einars Jónssonar gjörir það
betur en eg. Brjóstmynd er til af honum í alþingishúsinu;
hún er gjörð af Bergslien myndhöggvara Norðmanna, sem
gjörði líkneski Carls Jóhans (Bernadotte) handa Kristjaníu-
bæ. Eftir þeirri mynd hefir Einar Jónsson gjört höfuðið á
sinni mynd og hún hefir alt nema augun. Augu Jóns Sig-
urðssonar voru óvenjulega fögur og fjörleg, þau tindruðu
svo, sindruðu og brunnu, þegar hann talaði, og var hann
þá svo tignarlegur, að mörgum manni komu helst til hugar,
þegar hann hélt ræðu, orð Jónasar Hallgrímssonar um
Kristján VIII: