Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 141
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
237
því starfi til 31. maí 1851, er hann var kjörinn forseti1).
Fer þá fjelagið brátt að leita ímsra ráða til að laða menn,
einkum á íslandi, að fjelaginu og hvetja menn til að
ganga í það, og má ráða af brjefkaflanum, sem áður var
greindur, að Jón hafi átt mestan þátt í þeim framkvæmd-
um. Hann samdi Skírslu þá um athafnir fjelagsins, sem
gefin var út í þessu skini og útbítt ókeipis árið 18412).
Árangurinn af þessu varð sá, að árið 1846 vóru fjelags-
menn á íslandi orðnir 120, eða rúmlega ferfalt fleiri enn
18373).
Reinslan hafði sínt, að Bókmentafjelaginu var nauð-
ugur einn kostur, að gjalda ritlaun, ef það vildi laða að
sjer hina færustu rithöfunda og fá þá til að rita firir fje-
lagið Jafnframt sáu vitrir menn fram á, að fjelagsmenn
mundu ekki fjölga, svo miklu munaði, og síst til fram-
búðar, nema fjelagið tæki upp þá reglu að láta fjelaga fá
bækur, sem svaraði tillögum þeirra. Hvorttveggja þetta,
að launa rit og láta fjelaga fá bækur, kostaði fje, enn
hvorugt var beint á móti lögum fjelagsins, sem þá vóru,
og því tóku menn um þessar mundir að undirbúa breit-
ingar á þeirri venju, sem átt hafði sjer stað í þessum
«fnum. Enn þar ráku menn sig á eitt ákvæði í lögunum,
sem bauð að leggja firir á ári hverju í fastasjóð fimtung
af öllum árstekjum fjelagsins. Fjelagið hafði þá svo litlar
árstekjur, að það gat ekki komið til framkvæmda kostn-
aðarsömum níjungum nema með því að brjóta bág við
þetta lagaákvæði. Af þessu leiddi, að menn fóru að hugsa
um að breita lögunum, enda vóru þau einnig að sumu
öðru leiti orðin á eftir tímanum. Var því sett nefnd til
að endurskoða lögin á ársfundi Hafnardeildar 1842 og í
hana kosnir þeir Jón Sigurðsson, Jónas Hallgrímsson og
Brynjólfur Pjetursson. Má af því marka, að Jón hafi átt
mikinn þátt í, að málinu var hreift. Nefndin kom fram
*) Minningarrit Bmf. 96. bls.
*) Skírsla um athafnir og ástand hins ísl. Bókmentafjelags. Khöfn
1841. Brjef til Páls ingra Melsteðs 29. mars 1841 (Brjef JS., útg. 27. hls.).
8) Minningarrit Bmf. 46. bls.