Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 106
:202
Jón Signrðsson sem stjórnmálamaður.
Dana hafi vegið ekki alllítið, að samlandi lians leit alt
öðru vísi á málið frá rótum, og vildi ekki að neinu leyti
viðurkenna þann grundvöll, sem Jón Sigurðsgon bygði
kröfur sínar á. Að öðru leyti skal það tekið fram um
þessar kröfur, að Jón Sigurðsson gerði sig sekan í ósam-
kvæmni, þar sem hann reiknaði bæturnar fyrir konungs-
jarðir eftir afgjaldinu á þeim tima, er þær voru t e k n a r
u n d i r k r ú n u n a, en bæturnar fyrir stólsjarðirnar eftir
afgjaldinu á þeim tíma, er þær voru seldar, og var
það ójöfnuður í garð Dana.
Danska stjórnin var nokkuð lengi að átta sig á þessu
máli, því í 3 ár voru þeir dómsmálaráðgjafinn og fjármála-
ráðgjafinn að skrifast á um málið; loks var málið lagt
fyrir alþingi 1865, og þá fjárhagsmálið eitt út af fyrir sig,
og þó hafði öll nefndin verið á einu máli um það, »að
aðskilnaður á fjárhag íslands og konungsríkisins verði að
hafa í för með sér, ef hann eigi að koma íslandi að not-
um, verulega breytingu á stjórnarfyrirkomulagi íslandsD),
og sömuleiðis hafði danska stjórnin hvað eftir annað látið í
ljósi, að stjórnbótarmálið og fjárhagsmálið væru svo saman
tvinnuð, að þau yrðu ekki aðskilin.
Fjárhagsmálið í víðari merkingu þýðir eigi að eins
fjárhagsskilnaðinn, heldur einnig fjárveitingarvald alþingis,
og þannig var oft um það talað bæði af hendi stjórnar-
innar og alþingis; það er þó auðsætt, að þetta er alveg
rangt, og að það er ekki einungis h æ g t að aðgreina þau
tvö mál, heldur að það beinlínis átti að aðgreina þau.
Fjárhagsskilnaðarmálið var alveg út af fyrir sig; það var
nauðsynlegt að fá það mál útkljáð, annaðhvort áður eða
þá helst jafnhliða stjórnbótarmálinu, en í því var fjárveit-
ingarvald alþingis alveg sjálfsagður aðalþáttur. Samt sem
áður blandaði stjórnin þessum málum enn saman í frum-
varpi því, sem hún lagði fyrir alþingi 1865, því í 1. gr.
er sú ákvörðun, að nú skuli lokið þeim starfa, er ríkis-
þing konungsríkisins hingað til hafi haft á hendi
‘) Alþ.tið. 1865 II, bls. 28.