Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 44
140
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
til var ætlast, og 8. marz 1843 var alþingistilskipunin staðfest
af konungi með nokkrum óverulegum af brigðum frá frumvarpi
embættismannanefndarinnar. Þó hafði þeim Jóni Sigurðssyni
og félögum hans áunnist það, að danskan var að mestu
leyti gjörð ræk af alþingi, svo að engum leyfðist að mæla
þar á danska tungu nema konungsfulltrúa einum, ef hann
væri ekki fær í íslenzku, og þó skyldi hann hafa túlk sér
við hönd, er snaraði ræðum hans á íslenzku.
Hitt mun ekki efamál, að af hálfu konungs og stjórn-
arráðanna hefði ekkert verið því til fyrirstöðu, að íslend-
ingar fengi þá þegar frjálslyndari og í ýmsum greinum
hagkvæmari alþingislög en alþingistilskipunin var og
reyndist, hefði embættismannanefndinni í upphafi tekist
að gjöra frumvarpið betur úr garði. Af ýmsum ummælum
konungsfulltrúa við umræðurnar um alþingismálið er auð-
sætt að þetta var fáanlegt. En eins og í garðinn var búið
mátti heita gott að nokkur umbót fékst á frumvarpi
embættismannanefndarinnar, og það var einmittöðrum frem-
ur Jóni Sigurðssyni að þakka og lægni þeirri og festu sem
hann sýndi í afskiftum sínum af alþingismálinu. A n n a r s
vegar tókst honum að fylkja íslendingum
í Höfn um eðlilegar kröfur bygðar á ís-
lenzku þjóðerni, íslenzkri tungu og íslenzk-
um staðháttum, en hins vegar að gera mikils
megandi, frjálslynda og réttsýna danska
fulltrúaaðformælendumþessara krafa á
dönsku f u 111 r ú a þ i n g i.
Af umræðunum um alþingismálið á þinginu í Hróars-
keldu, breytingaratkvæðunum er þar komu fram við frum-
varpið og bréfunum til Balthazar Christensens og íslenzku
fulltrúanna, sem þegar hefir verið getið,hófst allsnörp deila i
dönskum blöðum milli þeirra tveggja annars vegar, Páls Mel-
steðs kammerráðs og dansks manns,er nefudist »Ven af Is-
land«, og hinsvegar Jóns Sigurðssonar, sem auðkendi sig
eins og fyrri »íslendingr«. Skal hér að eins vikið laus-
lega að deilugreinum þessum og ágreiningsefninu, því svo
vill vel til að greinar þær, er hér ræðir um, eru til í