Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 115
Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaður.
211
máli, já jeg vil segja, að það gangi nærri uppástungum
meirihlutans á þjóðfundinum 1851, að þar munar varla
hnífsbakkaþykt, — þegar búið er að ganga frá því«‘). Þessi
viðbót var nauðsynleg, því eins og frumvarpið var frá
stjórnarinnar hendi var það haria ólíkt þjóðfundarfrum-
varpinu, t. a. m. í þessum atriðum: 1) Island er óað-
skiljanlegur hluti Danmerkurríkis, altsvo í hæsta lagi um
»real«-samband að ræða, en líklega meint með því inn-
limun. 2) Einn af ráðgjöfum konungs átti að annast fram-
kvæmd sérmálanna, altsvo danskur maður, ráðgjafi að
nafninu til, með annað embætti sem aðalstarf; það er eitt-
hvað annað en íslenzki erindisrekinn. 3) Abyrgðarlaus
landsstjórn, einn maður eða fleiri, i landinu. 4) Alþingi komi
saman 3. hvert ár. 5) Föst fjárhagsáætlun ákveðin með
lögum, — sem því einungis verður breytt með lögum. 6) Ef
um stjórnarfrumvarp var að ræða, átti að leggja það fyrir
til 3. umræðu, eins og stjórnin vill orða það, og skal því-
næst einungis gengið til atkvæða um, hvort frumvarpið
skuli samþykt eða felt í heild þess. Sérlega frjálslegt
ákvæði! Jafnvel hinum konungkjörnu ofhasaði á þessu
ákvæði, og mátti því segja »að bragð er að þá barnið
finnur«.
Þótt það þannig sé ljóst, að frumvarpið var mjög svo
frábrugðið þjóðfundarfrumvarpinu, þá er það þó hins vegar
víst, að frumvarpið var mjög frjálslynt í mörgum grein-
um, og miklu betra en nokkur hefði getað ímyndað sér
eftir fyrri undirtektum Dana. íslendingar tóku því frum-
varpinu mjög vel, og það því fremur, sem þáverandi
konungsfulltrúi, Hilmar Finsen, sem hafði átt mikinn og
góðan þátt í frumvarpinu, kom mjög vel og aðlaðandi
fram í málinu, gaf alþingi upp á eigið eindæmi, eða að
minsta kosti án auglýstrar heimildar, ályktunarvald í þessu
máli. Frumvarpinu var svo með sæmilegu samkomulagi
breytt í íiestum umgetnum aðalatriðum (þó var fasta fjár-
hagsáætlunin látin standa í það sinn, þó undarlegt megi
14*
‘) Alþ.tíð. 1867 I, bls. 843.