Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 20
116
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
margra manna, er standi á skránni, sé ekki vel fengin.
Danskir kaupmenn hafi á ófriðarárunum haldið líflnu í
Islendingum, verzlunin á Islandi sé kaupmönnum ekki
nema til tjóns, sem megi marka af því, að kaupmenn
þeir, er rekið hafi verzlun á íslandi síðustu 20—30 ár,
hafl allir farið á hausinn.
Gegn grein Knudtzons flutti »Kjöbenhavnsposten« 9.,
10. og 21. júní 1840 langt og ítarlegt svar: P. C. Knudt-
zon kontra Island og dets Handel, auðkent 8+1-
Af bréfl Jóns Sigurðssonar til Þorgeirs prests Guðmunds-
sonar, dags. 23. júlí 1840, vitum vér að Jón hefir samið grein-
ina, sem er i alla staði merkileg og ber vitni um hina
miklu og fjölbreyttu þekkingu höfundarins á málinu.
Með því að grein þessi mun vera flestum Islendingum lítt
kunn, skal hér skýrt frá aðalinntaki hennar.
Höf. getur þess að árásir þær, sem Knudtzon og aðr-
ir íslenzkir kaupmenn hafl orðið fyrir, séu alls ekki
sprotnar af persónulegri óvild eða öfund, heldur sé hér
að eins að ræða um baráttu frjálsar verzlunar við ein-
okun. Þykir honum grein ps helzt til nærgöngul. Því
næst er skýrt stuttlega frá verzlunarkúgun þeirri, sem
íslendingar hafi átt við að búa af hálfu Danastjórnar um
langan aldur, og hversu stjórnin hafl ekki haft vit á að
styðja Islendinga, sem skyldi, þegar okinu var loks létt
af þeim að nokkru leyti. íslenzka verzlunin geti með
engu móti talist frjáls, þar sem útlendingar verði að
kaupa leiðarbréf og greiða 50 rd. af hverri smálest, og
væri hvorttveggja eins skaðlegt eins og íslendingum væri
bannað að eiga kaup við útlendinga. Að vísu sé verzlun
íslendinga í nokkru betra horfl en áður, og megi einkum
marka það af framförum þeim, sem sjávarútvegurinn hafi
tekið, en þó eigi hún enn langt í land, og ófrelsið sé að
því skapi skaðvænna sem ’Danir séu lítil þjóð, er hafl
ekki nærri því eins mikið verzlunarmagn og hinar vold-
ugri þjóðir, og gæti því viðskiftin við þá ekki orðið ís-
lendingum eins arðsöm og við fjölmennari og auðugri
þjóðir. Þar sem Knudtzon telji að stjórnin og fastakaup-