Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 79
Vísindastörf Jóns Sigurðssonar.
17&
þá voru alls ekki til. Á þessu bryddir því miður oft, 027
verður þá sannleikurinn fyrir borð borinn. Þess þótti
kenna í ritlingi Larsens, að hann var ekki fullfróður í
sögu íslands, svo og hins, sem ekki var furða, að hann
leit á alt málið frá sjónarmiði Dana og dró þeirra taum.
Jón Sigurðsson fann þegar, að hér gat verið hætta á ferð,
og vatt bráðan bug að því að svara. Áður en árið var
liðið, var svarið samið og prentað: 0 m I s 1 a n d s
statsretslige Forhold (á íslensku í Nýjum Fél.
árið eftir). Þetta mátti kalla snarræði. En Jón var efn-
inu kunnugur og hefir ekki þurft að hafa mikið fyrir þ^ í.
Því mætti best trúa, að hann hefði skrifað ritið viðstöðu-
lítið upp ;úr sér. Þetta rit, sem þó er deilurit, er fyrir-
mynd að öllum frágangi, niðurskipun efnisins, hógværð i
orðavalW ró í framsetningu, og, að minsta kosti fyrir oss
r * f
Islendinga, sannfærandi í allri röksemdaleiðslu. Það er
ridáaralegur atgangur, sem hér ber fyrir augu oss. Það
eru ekki hnjóðsyrði, lastyrði eða hrottaleg stóryrði, sem
vér hér lesum. íslendingar nú á tímum hafa sumir lítið
lært af Jóni Sigurðssyni, en gætu lært mikið, — annað
en um stjórnmál. Jón segir í öndverðum ritlingnum: »Það
er nú hvorttveggja, að bæði var tilefnið til þess, að rit -
gjörðin [J. E. Larsens] kom út, næsta hátíðlegt, og um
höfundinn ljúka allir upp sama munni, að hann sé bæði
lærður maður og skarpur, enda hlýtur efnið að knýja
mann til alvarlegrar íhugunar og nákvæmrar rannsóknar
um það, sem hvorirtveggja hafa sagt og fært til síns máls
héraðlútanda«, 0. s. frv. Svona rita fæstir nú á dögum á
Islandi. — Því miður dó J. E. Larsen skömmu eftir, svo
að þessari hólmgöngu þeirra Jóns var þar með lokið.
Höfundurinn rannsakar og rekur nú s ö g u samhands-
ins, fyrst við Noreg og svo við Danmörk, allar götur nið-
ur að 1848. Áð inngangi loknum (um gamla sáttmála m.
m.) kemur aðalritgjörðin í 4 köflum (eins og J. E. Larsens
var) eftir tímabilum: 1262—1380, 1380 til einveldis Dana-
konunga, frá einveldi til 1831, 1831 o. s. frv. Frá sjónar-