Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 91
Jón Sigurðsson sem stjúrnmálamaðnr.
187
Undir árslokin 1839 dó Friðrik konungur, og til ríkis
kom Kristján konungur áttundi; báru allir hið bezta traust
til hans í þá átt, að hann mundi rýmka mjög um frelsi
þegna sinna, einkum báru Islendingar hinar beztu vonir
til hans.
Konungur brást heldur eigi vonum þeirra, þvi með
úrskurði 20. maí 1840 lagði hann fyrir embættismannanefnd-
ina að íhuga, hvort eigi mundi vera vel til fallið að setja
ráðgefandi þing á Island, hvort eigi sé réttast, að það
verði nefnt alþing, og eigi setu á Þingvöllum.
Um þetta leyti hafði Jón Sigurðsson verið 7 ár í Höfn;
hann var þá horfinn frá embættisnámi og farinn að gefa
sig allan við sögu Islands og bókmentum, og nú tók hann
einnig að skifta sér af stjórnmálum fyrir alvöru; hann
hafði þá þegar náð víðtækri þekkingu á sögu landsins,
og að stjórnmálum hafði hann talsvert unnið, því hann
var einn forgöngumanna fyrir þeim ávörpum, sem Islend-
ingar í Höfn höfðu þá undanfarin ár sent konungi og
ýmsum málsmetandi mönnum i Danmörku, er studdu mál
íslendinga á fulltrúaþingi Dana. En um þetta bil, þegar
hann er rétt þrítugur, þá stofnar hann með nokkrum
löndum sínum Ný Félagsrit, til þess að geta komið skoð-
unum sínum út í almenning, og frá því og til dauðadags
er hann sjálfkjörinn foringi, lærifaðir og leiðtogi Islend-
inga í öllum stjórnmálum landsins.
Með því að embættismannanefndin átti að taka þetta
mál, um alþing á Islandi, til íhugunar á fundi sínum 1841,
ritaði Jón Sigurðsson í fyrsta árgang Félagsritanna ítar-
lega og skarpa grein um alþing, auðsjáanlega í þeim til-
gangi að hvetja nefndarmenn til þess að taka tilboði
konungs, en þess var engin vanþörf, þó undarlegt megi
þykja, því embættismenn fæstir hugsuðu i þá tíð mikið
um stjórnmál. »Nú er tíð til að vakna og bera sig að
taka á móti eins og menn, ef menn vilja ekki liggja í
dái til eilífðar,« skrifar hann einum vini sínum þá1).
Þetta er Jóns fyrsta stjórnmálaritgerð, og hún ber
vott um, að hann var þá þegar orðinn það, sem hann
‘) Bréf bls. 12.