Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 199
Endurminningar um Jón Sigurðsson.
595
T'orseti var í öngum sínum út af því, hve mikið hann
mundi fá fyrir bókasafnið. Grömul óvild var á milli
Konráðs Giíslasonar og hans frá þvi Jón Sigurðsson hóf
»Ný Félagsrit«, en Fjölnir leið undir lok, en Konráð
hafði orð á sér fyrir að gleyma aldrei mótgjörðum. Um
K. G. mátti segja það sem Drachmann orkti um ísland:
»dér hader man, naar man hader,
der elsker man til sin Död«.
Forseti sendi mig þess vegna til Konráðs til að
njósna hvers virði bókasafnið væri. Eg fór til hans og
spurði hann um álit hans. »í safninu eru 5000 handrit«,
sagði Konráð Gíslason. »Væri fengin afskrift af þeim
öllum, þá mundi afskriftin kosta meira upp og niður en
5 kr. fyrir hvert handrit, og þá fær landið allar bækurn-
ar fyrir ekkert«. Eg lét í ljósi gleði mína við móður-
bróður minn yfir þvi, að hann léti enga óvild til Jóns
Sigurðssonar koma fram í þessu máli, en liann svaraði:
»Eg hef aldrei verið á móti Jóni Sigurðssyni, þegar hann
þurfti að fá peninga«. Stjórnin keypti bókasafnið á 25000
kr. Liðugu ári síðar dó Jóu Sigurðsson, og gaf Islandi
eftir sig alt sem hann átti, en það voru hér um bil 7000
kr. Tryggvi Gunnarsson mun því hafa sagt þingmönn-
um 1877 satt eitt um skuldir forseta, og að hann mundi
deyja gjaldþrota, landinu og málefnum þess til hnekkis, ef
safnið væri ekki keypt, því skuldir hans hefðu orðið
18000 kr. Hvað bækur og handrit hefðu lirokkið fyrir
því á uppboði, skal eg ekki leiða neinar getur að.
3. Ung var eg gefin Njáli.
Ef þú hefðir séð frú Ingibjörgu konu Jóns Sigurðs-
sonar oft heima hjá sér, og heyrt hana tala um manninn
sinn, þá hefði þér án efa einhvern tíma komið til hugar
að líkja henni til Bergþóru í Njálu. Frú Ingibjörg hefði
aldrei gengið út úr brunanum frá Forseta fremur en
Bergþóra. Og eg hef ávalt furðað mig á því að hún
skyldi ekki deyja daginn eftir að hann var látinn, en
lifa hann 7 til 8 daga, og get ekki þýtt það öðruvísi