Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 66
162
Vísindastörf Jóns Sigurðssonar.
um ekki að gefa út meira en fyrsta bindið. Allur frá-
gangur á því er fyrirmynd. Bréfin eru prentuð orð- og
stafrétt eins og vera bar og neðanmáls alstaðar þess getið,
er viðsjárvert var að einhverju eða óglögt. En hitt er
ekki síður um vert, að hverju bréfi fylgir full grein og skýr-
ing og sögulegir inngangar, þar sem þess þurfti með;.
þessir inngangar eru fullir sögufróðleiks og ágætlega skýr-
ir. Sérstaklega má benda á innganginn að (iamla sátt-
mála, sem hér er maklega prentaður eftir öllum helstu
handritum. Full grein er þar og gerð fyrir mönnum og
stöðum, sem nefndir eru í skjali hverju. Þessir inngang-
ar eru vísindalegir fjársjóðir. Þeir sýna og hina djúpsettu
og víðtæku þekkingu Jóns á sögu íslands í fornöld og
mannfræði.
Það var, sem sagt, Bókmentafélagið, sem kost-
aði prentun safnsins.
Jón Sigurðsson var kosinn f o r s e t i Hafnardeildar
félagsins 1851 og var jafnan endurkosinn til æfiloka.
Áður hafði hann verið skrifari frá 1840. Frá því að
minsta kosti var hann aðalmaðurinn í öllum framkvæmd-
um félagsins, stoð þess og styrkur. Hér er engin ástæða til
að rekja forstöðu hans; hún er svo alþekt, að þess þarf eigi.
Saga formensku hans er saga Bókmentafélagsins sjálfs.
Eg geri ráð fyrir því, að eins og »minningarrit« félagsins
fyrstu 50 ára var skrifað, eins muni og verða samið minn-
ingarrit fyrir önnur 50 árin, þegar þar að kemur, og er
ekki langt til, — og þá verður sú saga rituð.
Jón Sigurðsson hefir eðlilega haft meiri og minni af-
skifti af öllu því, sem félagið lét prenta. En hér skal að
eins talað um það, sem frá hans eigin hendi stafar.
Sama árið sem Jón varð forseti var stungið upp á
því á fundi í félaginu (af Gísla Brynjólfssyni), að stofna
skyldi rit, er í skyldu koma »ritgjörðir og skjöl, íslensk-
um bókmentum og sögu landsins viðvíkjandi«. Þetta varð
til þess, að hafið var safns-ritið »Safn til sögu ís-
1 a n d s og íslenskra bókmenta að fornu og nýju«, og er