Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 178
274
Endurminniugar um Jón Sigurðsson.
í horni, þau ályktarorð föður míns, að það væri brýn
akylda, að fylgja drengilega og hiklaust slíkum foringja
sem Jóni, þó að á milli bæri um eitt eða annað.
Aftur heyrði eg föður minn stundum á það minnast,
að Jón væri búinn að gleyma vetrinum íslenska og vor-
hretunum. Hann teldi það alt ómensku, hve smátt og
seint gengi. Sæi bara landið i sumardýrðinni.
Á 13. ári kom eg til Hafnar, átti vetrarvist á Jót-
landi hjá Jóni lækni Finsen, en á undan og eftir var eg
nokkrar vikur í Höfn, og þá heimagangur hjá Jóni Sig-
urðssyni. Jón sagði mér að koma tii sín á vissum tíma á
morgnana, gekk hann sér þá út til hressingar og tók mig
með sér og sýndi mér þá um leið bæinn. Hann var svo
kátur og gamansamur, að eg varð fljótt ófeiminn við
hann, og spurði eg hann margs. Fæst man eg af því nú.
Ein úrlausn hans toldi þó í mér:
»Því eru gufuskipin að blása?« spurði eg.
»Þau eru að láta vita að nú séu þau komin«, var
svarið.
»En hvernig þekkjast þau hvert frá öðru?« spurði
eg aftur.
»Syngur hver með sínu nefi«, var úrlausnin.
Næst ber fundum saman i latínuskólanum. Eg
fór suður með þingmönnum í júní 1871, til inntöku í skól-
ann, var þá Jón kominn til alþingis, og var hjá Jens
rektor bróður sínum í skólanum. Mintist hann þá kunn-
ingsskaparins frá Höfn og tók mér mjög ástúðlega. Aftur
fanst mér eg eiga lítilli blíðu að fagna hjá Jens. Var
það búið til eftir á, að honum mundi hafa þótt faðir minn
full-gamansamur í sinn garð í bréfum til frændkonu sinn-
ar, frú Guðlaugar Aradóttur, en Jens var tengdasonur manns
hennar, Bjarnar Gunnlaugssonar. Hitt var auðvitað nóg
efni til, að mér tókst latneski stýllinn illa, og vildi rektor
þá ekki láta mig setjast í 2. bekk, þó að nægan undir-
búningslestur ætti að hafa til þess. Uppi var eg hjá Jens