Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 156
252
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
Með öðrum orðurn: Hafnardeildin hefur gefið út hjer um
bil sexfalt við Reikjavíkurdeildina.
Samt sem áður var samkomulagið milli deildanna
gott um langan tíma framan af þessu tímabili. Reikja-
víkurdeildin var því vön frá upphafi fjelagsins að líta'til
Hafnardeildarinnar um allar framkvæmdir. Hún var
framan af eiginlega lítið annað en nokkurskorrar inn-
heimtustofnun firir Hafnardeildina og sendi henni árlega
það sem hún náði í af tillögum, að svo miklu leiti sem
ekki þurfti að útborga það hjer á landi eða setja það á
vöxtu1). Heimadeildin ljet sjer það lengi linda, að Hafn-
ardeildin rjeði mestu. Meðan dr. Pjetur Pjetursson, góður
maður og gæflindur, sat á forsetastól Reikjavíkurdeildar-
innar (1848—1868), bar ekki á neinum deildaríg, og ef
eitthvað það kom firir, sem deildirnar greindi á um, jöfn-
uðu þær það með sjer í bróðerni, t. d. þegar Hafnar-
deildin að visu samþikti þá ráðstöfun Reikjavikurdeildar-
innar árið 1855 að gefa út þíðing Benedikts Gröndals á
Ilíonskviðu enn neitaði framlögum frá sjer til útgáfunnar2).
Bróðurhugur deildanna lísti sjer í því, að Jón Sigurðs-
son var kosinn heiðursfjelagi á fundi Reikjavíkurdeildar
10. febr. 1853, og Pjetur Pjetursson á fundi Hafnardeildar
5. maí 1855.
Enn þessi friður gat ekki orðið til frambúðar. Eftir
því sem Reikjavíkurbær stækkaði, eftir því sem hann
nálgaðist það meir og meír að verða miðstöð hins andlega
lífs á íslandi, eftir því tóku menn að finna til þess sárar
‘) Merkilegt i þessu efni er brjef Reikjavíkurdeildar til Hafnar-
dsildar 16. sept. 1841 (sjá Brjefabók Kvd.). Þar stendur: „Annars er
iður það kunnugt, að Reikjavíkurdeildin hefur aldrei, frá því first að
fjelagið var stofnað, treist sjer til að afleggja reikning firir árlegar inn-
tektir hjer, og afsakaði sig frá því í upphafi. Hún hefur látið sjer
nægja að senda til prentnnar i fjelagsins tímarit útskrift af fjehirðisins
dagbók, hvar af hver fjelagslimur, sem eitthvað hefur greitt fjelaginu,
gat sjeð, hvort hans tillag var til skila komið“.
’) Sjá i Brjefabók Rvd. brjef til Hd. 25. ág. 1854 og svar Hd.
dags. 18. apr. 1855 í Dagbók Rvd., shr. Fundabók Rvd. 30. maí 1855
og Brjef J. S., útg. 217.—218. hls.