Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 198
294
Endurminningar um Jón Sigurðsson.
sér aftur á bak í stólnura, krosslagði hendurnar á brjóst-
inu og sagði: »Því má eg ekki gjöra það einn?« Hann
lagði fram 27000 kr. aleinn. En málið var ekki vanda-
laust að heldur, því hvernig átti að fara að til þess að
Forseti tæki við fénu?
Svo mun forseti hafa álitið nokkra hríð, að bókasafn
hans og handritasafn væri veðsett í Englandi. Veðsetn-
ingarskjölin og skrá yflr bækur og handrit voru send til
Englands, en voru send aftur litlu síðar, því peningarnir
voru greiddir til þess að Forseti gæti skrifað Islandssögu
í næði, en til þess vissi Georg Powell hann færastan
allra manna.
Laust eftir 1870 fór féleysið enn að þreyta Forseta
svo, að hann fór að hugsa um að sækja um rektorsem-
bættið við latínuskólann. Enginn efi var á því, að hann
fengi embættið, ef hann lofaði því á móti að ganga úr
stjórnmáladeilunni og leggja niður þingmenskuna. Forseta
þótti það súrt í brotið, og bar sig saman við samverka-
mennina á Islandi um málið. Þeim þótti rektorsembættið
enn súrara en honum, og lofuðu honum 3200 kr. launum á
ári til þess hann þyrfti ekki að sækja. Þeir stofnuðu til þess
Þjóðvinafélagið, að fá saman féð. Af því fé kom lítið í
hendur þeim, sem við því átti að taka. 1875 veitti fyrsta
alþingi, sem hafði fjárveitingarvald, honum heiðurslaunin.
1877 samdi alþingi lög um að kaupa bóka- og handrita-
safn Jóns Sigurðssonar fyrir 25000 kr. Trvggvi Gunn-
arsson gekst manna mest fyrir því. Forseti sat daufur
og utan við sig í forsetastólnum, utan þings var hann
orðinn fjörlaus í tali og framgöngu. Þingmenn voru
hugsandi um hvað að honum gengi. Þegar Tr. G. talaði
við Grím Thomsen um málið, sagði hann Grími að skuldir
mundu valda deyfð Forseta: »Er hann skuldugur?*
sagði Grímur Thomsen, og alþingi 1877 veitti alt að 25000
kr. til að kaupa bókasafnið.
Stjórnin lét þegar staðfesta lögin. Tveir menn voru
skipaðir til að virða safnið; þeir voru Vilhjálmur Finsen
og Konráð Gíslason. Mig bar til Hafnar haustið 1878.