Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 12
108
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
Þegar hér var komið var þegar vaknaður allmikill
stjórnmálaáhugi í Danmörku. Frjálslynd blöð og tímarit
voru risin upp, það fer að marka fyrir pólitískri flokka-
skiftáig og stjórnmáiafélög eru sett á stofn. í blöðum,
tímai’itum og flugritum voru rædd deilumál þau, er voru
efst á baugi hjá þjóðinni, svo sem hlutverk fulltrúaþing-
anna, fjárhagsvandræði ríkisins, umbætur á æðri skólum,
tolllög og vegalög og síðast en ekki síst nauðsynin á
frjálslegri stjórnarskipun. Hér var þvi ærið margt að
sjá og heyra fyrir áhugamikla og þjóðrækna Islendinga,
sem voru til þess að gera nýkomnir úr lognmókinu og
áhugaleysinu úti á Islandi.
Þessi ár hefir Jón Sigurðsson þó ekki tekið neinn
þátt í dönskum stjórnmálum, að því er frekast verður séð.
En nærri má geta, hvort hann, annar eins áhugamaður
og hann varð síðar í stjórnmálum, heflr ekki veitt nýjung-
um þeim, sem voru að gerast, eftirtekt og dregið af þeim
ályktanir til handa Islandi og ísiendingum. Má sjá þess
ljós merki á ritgerðum hans um alþingi í tveim fyrstu
árgöngum Nýrra Félagsrita, sem bera vitni um óvenju-
lega mikinn stjórnmálaþroska hjá manni á hans reki,
enda sagði hann sjálfur mörgum árum síðar, að hann
hefði lært »pólitík« af Dönum sjálfum.
Af hinum fáu bréfum Jóns fyrir 1840, sem enn eru
til, er ekki sjáanlegt, að hann hafi haft nein afskifti sem
teljandi sé af íslenzkum stjórnmálum meðan Friðrik VI.
sat að völdum, enda má heita að þeirra gætti þá lítið
eða ekkert, en hins vegar er auðsætt, að íslenzk tunga,
íslenzkar bókmentir og saga hafa legið honum ríkt á
hjarta. Þannig biður hann 1837 Sveinbjörn Egilsson að
gangast fyrir viðreisn Bókmentafélagsins heima á íslandi
og fá Islendinga til að gefa því meiri gaum og heitir
honum aftur á móti að vinna að hinu sama á fundum
deildarinnar í Kaupmannahöfn. Þá vill hann og að ein-
hver gangist fyrir »að safna gersimum íslenzkum, bæði
fornaldarleifum og gömlum bréfum og skræðum, eins og
allra handa nýrri Excerpter (o: útdráttum) til íslands