Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 38
134
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
sé heldur sjaldgæft að hitta. fyrir í Danmörku nokkurn
verulegan áhuga á íslenzkum málum eða viðleitni að styðja
að sjálfstæðisframþróun landsins. Þykist höf."hafa orðið
áskynja, að ýmsir af fulltrúunum muni ljá Christensen fylgi
sitt. Þá kveðst höf. með mikilli gleði hafa skilið ummæli
konungsfulltrúa um málið á þá leið, að konungur vilji að
alþingi verði sem fullkomnast og sem hollast landinu.
Að lokum getur höf. þess, að þar sem enn megi vænta,
að þingið í Hróarskeldu lagi ýmsar misfellur á frumvarp-
inu, þá ætli hann að gera stuttlega grein fyrir þessum at-
riðum og ástæðum þeim, er mæli með því, að þeim verði
kipt í lag. Atriði þessi eru þau, er hér greinir:
1) að fyrirkomulag alþingis Islendinga eigi að miðast við
þarfir og staðhætti Islendinga, en ekki við lögin um
dönsku fulltrúaþingin, nema að því leyti sem alþing
hafi að sínu leyti ráðgjafarþing í íslenzkum málum,
eins og dönsku þingin í dönskum málum. Það sem mestu
skipti, sé að þingið verði stofnað á þjóðlegum grund-
velli og nái trausti og fylgi þjóðarinnar og geti þannig
unnið að framþróun og döfnun lands og landsmanna,
2) að tíundarstofniun eða tíundarbært fé yfir höfuð verði
grundvöllur kosningarréttar og kjörgengis.^, Vill höf.
með Melsteð kamrnerráði nú hafa kosningar tvöfaldar
— segir beint að þó hann hafi áður fylgt fram ein-
földum kosningum, þá hafi röksemdaleiðsla Melsteðs
og staðhættir á íslandi komið sér til að skipta skoðun
— en binda kosningarréttinn að eins við 5 hundraða
tíundarbæra eign,
3) að alþingi verði skipað 42 þjóðkjörnum fulltrúum eins
og Balthazar Christensen hafi stungið uppá,
4) að allt fari einvörðungu fram á íslenzku í þinginu,
5) að alþing sé háð í heyranda hljóði,
6) og að Reykjavík en ekki Þingvellir verði samkomu-
staður alþingis.
Höf. gerir ítarlega grein fvrir þessurn tillögum sínum
og rökstyður þær, en af því að röksemdaleiðsla hans er
of löng til þess að henni verði komið vel fyrir í ritgjörð