Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 33
Frá uppvexti Jóns Sigurbssonar.
129
Af tilvitnunum þeim, sem nú voru greiodar, er auð-
«ætt hvílíkt djúp var staðfest milli skoðana Jóns Sigurðs-
sonar og nefndarmanna og að hann hlaut að telja frum-
varpið því nær óhafandi i þeim búningi sem það lá fyrir.
En auk þess taka ýmis ummæli hans í bréfum og blaða-
greinum frá þessum árum af öll tvímæli um skoðun hans
á frumvarpinu og síðast en ekki sízt hinar margítrekuðu
tiiraunir hans til þess að fá frumvarpið bætt og lagað
•eftir Islands þörfum. Skulum vér nú því næst gera stutt-
lega grein fyrir þeim.
A Hróarskelduþingi var sett 5 manna nefnd í alþingis-
málið. I nefndinni voru þeir Finnur Magnússon og G-rímur
Jónsson og 3 Danir. Nefndin lagði það til í álitsskjali
sínu, að þingið mælti með, að frumvarp embættismanna-
nefndarinnar yrði gert að lögum með stöku smábreyting-
um. En af því að danskir fulltrúar þekti ekki landshagi
á Islandi né skaplyndi þjóðarinnar svo vel sem skyldi,
lagði nefndin jafnframt til, að fyrsta alþingi, sem kæmi
saman á Islandi, væri gefinn kostur á að segja álit sitt
um þær breytingar á alþingislögunum, sem þætti nauð-
synlegar og hagkvæmar, »og einkum um þá lagfæringu
kosningarlaganna, sem ásigkomulag landsins þætti heimta«.
Loks lögðu íslenzku fulltrúarnir í nefndinni til að rýmka
kosningarrétt og kjörgengi, svo að leiguliðar sem hefði
»að byggingu æfilangt eða að áratali jörð þá er væri ekki
minni en 20 hundruð að dýrleika« fengi kosningarrétt og
kjörgengi.
Því næst tóku fulltrúarnir að ræða alþingismálið.
Fannst það brátt á umræðunum, að þeir báru, eins og
eðlilegt var, ekki nægilegt skyn á málið og voru því ragir
á að styðja gagngerðar breytingar.
Balthazar Christensen yfirréttarmálafærslumaður var sá
er bezt og af mestri þekkingu benti á annmarka frum-
varpsins. Fór hann fyrst þeim orðum um álitsskjal nefnd-
arinnar, sem kosin hafði verið þar á þinginu, að sér
fyndist »það hvorki fróðlegt né vel við það unanda«. Síð-
.an færði hann lítið eitt að embættismannanefndinni og
9