Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 13
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
109
sögu og annars fleira, svo alt þvílíkt ekki komist í út-
lendra hendur, eða menn gætu ekkert vitað um Island
nema hér« (o: í Danmörku). Þessi ár virðist Jón Sigurðs-
son einnig hafa farið að lesa fræðirit um stjórnmA og
hagfræði, aðallega með þarflr íslands og íslendinga fyrir
augum. Og af Skirni, er hann ritaði 1837 fyrir Bók-
mentafélagið ásamt Magnúsi Hákonarsyni síðar presti á
Stað í Steingrímsfirði, má sjá, hverjir stjórnmálamenn voru
honum mest að skapi. í Skirni (1837,71.—72. bls.) fer hann
svofeldum orðum um Daniel O'Connel og haráttu hans
fyrir viðreisn og frelsi Ira:
»og stoðar lítið þó O’Connel sé að stríða fyrir Ira,
/en valla mun þó nokkur einn maður hafa reynt til að
gagnast ættjörð sinni meir en hann, og skortir hann
hvorki hug né dug til þess þó hann mæti miklum mót
mælum og óskunda £á Englandi; rægir hann þar hver
sem bezt getur af mótstöðumönnum hans, og gjöra þeir
honum það til smánar sem þeir mega, en hann lætur það
ekki á sér festa, og væri það land sælt er ætti marga
menn slíka og hann er«.
Vakir hér ekki í hverju orði aðdáun og ást til
O’Connels og starfsemi hans, og ef til vill hjartfólginn en
þögull ásetningur að þræða hina sömu braut til viðreisn-
ar litlu og smáðu þjóðinni sinDÍ? Starfsemi Jóns Sigurðs-
sonar siðarmeir virðist geta stutt þessa tiigátu.
Árið 1839 gaf Bókmentafélagið eftir tillögu Jóns út
»Tvær æfisögur útlendra merkismanna«. (Æfl Franklins
og Oberlins). Hefir Jón þýtt lauslega æfl Franklins og
ritað formálann fyrir kverinu. Dylst engum sem les
hann, að hann er ritaður með ísland og hagi þess fyrir
augum. Þar segir meðal annars:
»Farsæld þjóðanna er ekki komin undir því, að þær
séu mjög fjölmennar, eða hafi mjög mikið um sig. Sér-
hverri þjóð vegnar vel, sem hefir lag á að sjá kosti lands
síns, og nota þá eins og þeir eiga að vera notaðir. . Lönd-
in eru lík einstöku jörðum; ekkert land hefir alla kosti,
og engu er heldur alls varnað; en það ríður á að taka