Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 123
Jón Sigurðsson sem stjórnmálaraaður.
219
álitu þeir það blátt áfram skyldu að verja út í rauðan
dauðann alt það, sem stjórnin kom fram með, og vera á
móti því, sem þeir í m y n d u ð u sér, að stjórninni væri
ógeðfelt, svo að þeir voru eins og Jón Sigurðsson komst
að orði á einum stað, stjórnhollari en stjórnin sjálf.
Þegar baráttan var á enda var Jón Sigurðsson
orðinn aldraður maður, en honum veittist þó sú ánægja
að koma stjórnarbótinni í framkvæmd, því á hinu fyrsta
löggefandi þingi var hann forseti bæði í sameinuðu þingi
og neðri deild, og lagði þannig grundvöllinn undir parla-
mentariska stjórn þingsins úr forsetasætinu. Anægja, sögð-
um vér, því það er óhætt að fullyrða, að þó hann áliti
stjórnarskrána gallaða í ýmsum greinum, og ófullnæg-
jandi, einkum að því leyti, sem einn hinna dönsku ráð-
gjafa átti að fara með mál íslands, þá duldist honum það
vissulega ekki, að stjórnarskráin hlaut að verða landinu
til stórmikilla framfara, eins og reynzlan hefir sýnt. A
þessu þingi hafði hann einnig þá ánægju, að sjá það og
reyna, að landar hans kunnu að meta starf hans fyrir
heill og frelsi landsins, með því að veita honum árleg
heiðurslaun, jafnskjótt sem þeir höfðu fengið yfirráð yfir fjár-
hag landsins. Hann gat því litið með ánægju til baka yfir
hin liðnu árin, enda var hann nú farinn að bila að heilsu,
og er það oft svo, að þegar menn verða að leggja niður
þau störf, sem þeir hafa unnað af hug og hjarta og unnið
að með öllum lífs og líkamskröftum, þá er eins og kraft-
arnir þverri fyr, en nokkurn varir, það er eins og starfið
og stritið, baráttan hafi haldið þeim uppi; þegar henni er
lokið, þá er líka þrekið farið, og dauðinn kominn þegar
minst varir, eins og hér átti sér stað.
Eins og vænta mátti, báru íslendingar fult traust til
alþingis, er það var endurreist, að það mundi halda uppi
rétti landsins i hvívetna, og því var almenn gleði og
fögnuður hjá mönnum yfir þinginu; dálítinn skugga dró
þó á þessa gleði, er það fréttist að það skyldi halda fyrir
lokuðum dyrum. Þeir Hannes Stephensen og Jón Sigurðs-
son gerðust því til að óska þess, að þingið yrði haldið í