Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 75
Visindastörf Jóns Sigurðssonar.
171
til þess, að hann fekk ekki eða, kærði sig ekki um að fá
Fjölni að málgagni. Hann fór þá þá leiðina að stofna
nýtt tímarit: »Ný fjelagsrit«, er hófu göngu sina
með árinu 1841. Nafnið bendir til hinna eldri »félagsrita«
(Lærdómslistafélagsins), er hafa verið ein hin bestu rit, er
út hafa komið á íslenskri turtgu. En þau voru öll höfð
til þess að fræða Islendinga og mest í verklegum efnum,
og fluttu hverja ritgjörðina annari betri og þarfari; fluttu
líka kvæði (til skemtunar) og annan fróðleik. En um
stjórnmál var þar ekki talað, eins og nærri má geta á
þeim timum. Hin nýju rit Jóns Sigurðssonar og hans fé-
laga (»gefin út af nokkrum íslendingum«, en í forstöðu-
nefnd voru þessir: Bjarni Sivertsen, Jón Hjaltalín, Jón
Sigurðsson, Oddgeir Stephensen og Olafur Pálsson) áttu
auðvitað að halda áfram hinum þ ö r f u ritgjörðum hinna
gömlu, en þau áttu líka að vinna annað og meira, nefni-
lega: að berjast fyrir stjórnfrelsi Islands.
Beyndar ber litið á þessum tilgangi í öndverðu, enda varð
að fara hægt með það. I inngangsorðunum að fyrsta ár-
gangi er mest áherslan lögð á gagn Islands: »vér ætl-
umst til — segir þar —, ef oss hepnast fyrirtæki vort,
að ritsafn vort verði hinu andlega lífl þjóðar vorrar til
lífgunar, og veki áhuga hennar á nytsamlegum
störfum og umhyggju fyrir hinni kom-
andi tíð [gleiðletrað hér], um leið og vér viljum leit-
ast við að efla þekkingu manna á enum alþjóðlegu
málefnum [sömuleiðis], og leiðbeina dómum þeirra um
þau, eftir því sem kostur er á, og reynslan hefir kent
bæði á Islandi og annarstaðar«.
I þessum orðum: »alþjóðleg málefni« gægist svo að
segja hinn fyrsti pólitíski bjarmi upp yfir sjóndeildarhring-
inn. Þau eru víðtæk að merkingu, og mátti skýra þau á
marga vegu, ef í hart kynni að fara; en að Jón — því
að hann hefir eflaust orðin samið — hafl haft pólitík sér-
staklega í huganum, tel eg vafalaust. Fyrsti árgangurinn
flutti grein um prestaskóla — líklega eftir Olaf Pálsson
— það má kalla »alþjóðlegt málefni«; svo flutti það grein