Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 134
230 Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaður.
hingað snemma í júní s. á., og tóku þeir félagar strax til
lækninga, og taldi Jón síðar, að þær hefðu gengið vel.
Á alþingi það sumar var málið þegar tekið til umræðu
og vildu þingmenn, sem flestir voru niðurskurðarmenn,
þegar skipa nefnd í málið, og var það samþykt þrátt fyrir
eindregna mótspyrnu Jóns Sigurðssonar, er þótti það koma
í bága við umboðsskrána, sem fyrirskipaði ákveðna aðferð
í kláðamálinu.
Nefndin taldi lækningar þýðingarlausar, en niðurskurð
hið eina tiltækilega, enda segir hún, að allur þorri lands-
búa sé á þeirri skoðun: »það þorir nefndin að fullyrða, að
það er eigi einn af hundraði allra landsbúa, er sé með-
raæltur lækningum*1).
Af þessu er það ijóst, að það var síður en eigi þægi-
leg staða, sem Jón Sigurðsson þá var i sem konunglegur
erindisreki, staða sem aldrei hefir verið þokkasæl hér á
landi, og þurfa þar á ofan að halda fram skoðun í mesta
velferðarmáli þjóðarinnar, sem var alveg gagnstæð vilja
allrar alþýðu, þjóðarviljanum, sem Jón Sigurðsson áður
hafði svo oft borið fyrir sig. Honum hlýtur oft að hafa
verið heitt innanbrjósts þá um sumarið; honum var brugðið
um, að hann metti nú einkis tillögur og atkvæði alþingis
og annara beztu manna í landinu2); honum var líkt við
Gíssur jarl3); það var geflð í skyn, að hann hefði selt sig
og sannfæringu sína fyrir riddarakross, er hann hafði þá
nýlega fengið4); hann var kallaður leiguþjónn stjórnar-
innar5), föðurlandssvikari o. s. frv. og níðvísum rigndi
niður yfir hann. Þrátt fyrir alt þetta veik Jón Sigurðs
son ekki eina hársbreidd frá skoðunum sínum. »Þar til
(hve lengi hann ætli að halda áfram lækningum)geteg,« segir
hann, »ekki svarað öðru en því, að mér er ekki nú sem stend-
ur annað sýnilegt, en að eg muni halda áfram sörau stefnu
J) Alþ.tíð. 18&9 bls. 1312
!) sst. bls. 1569.
’) sst. bls. 1551.
4) sst. bls. 1603.
6) Norðri 8. árg. 1—2 blað.