Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 17
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
113
hæfa þykir, þeirra er landsmenn hafa sjálflr til kjörið,
auk nokkurra þeirra manna, sem mestar hafa þar sýslur
fyrir vora hönd, og vér munum sjálflr til nefna. Það
mál skulu þeir og íhuga, hve oft menn skuli til þings
koma, en menn eiga þar að hafa alla hina sömu sýslu
og á hinum öðrum fulltrúaþingum vorum. Ennfremur og
hvernig jafna ætti kostnaði á landsmenn, og hvað annað
er þurfa þætti þessu máli til framkvæmdar. En einkum
eiga þeir vel að því að hyggja, hvort ekki sé réttast að
nefna fulltrúaþingið alþing, og eiga það á Þingvelli eins
og alþing hið forna, og laga eftir þessu hinu forna þingi
svo mikið sem verða máJ)« . . .
Urskurður þessi er eitthvert fyrsta og happadrýgsta
sporið á framsóknarbraut íslendinga, enda er margt sem
sýnir, að landar vorir í Kaupmannahöfn kunnu að meta
hann að maklegleikum. Þeir kusu þá Finn Magnússon,
Þorleif Repp og Pétur Pétursson prófast á Staðastað, sem
þá dvaldi við vísindaiðkanir í Kaupmannahöfn, til þess
að flytja konungi þakkir fyrir úrskurðinn. Konungur tók
þeim mildilega og óskaði að íslendingum auðnaðist að
hafa eins mikil not af úrskurðinum, »eins og vilji sinn
og ósk væri til«. Jón Sigurðsson fer svofeldum orðum
um konungsúrskurðinn í bréfi til Páls sagnfræðings Mel-
steðs 29. júni 1840: »Merkilegasta fregnin er samt, að
Kristján áttundi gaf oss íslendingum von um fulltrúaþing
heima. — Nú er tíð til að vakna og bera sig að taka á
móti eins og menn, ef menn vilja ekki liggja í dái til
eilífðar! Fyrir alla muni taktu nú eftir Stemningen etc.
og segðu okkur«. . . . Loks farast Brynjólfi Péturssyni í
Skírni 1841, 81.—82. bls., svo orð um úrskurðinn: »er þá
fyrst að geta konungsúrskurðar þess, er merkilegastur er
allra þeirra, er gerðir hafa verið af Danakonungum Is
landi til góðs, og verða má Islendingum til meiri viðreist-
ar, ef þeir kunna að færa sér hann í nyt, en tilskipan
‘) Lovsamling for Island XI, 614.—628. bls. Fréttir frá fulltrúa-
þingi í Hróarskeldu, Kh. 1840, 71.—'72. bls.
8