Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 161
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
257
skiftinguna og sameina báðar deildir í eitt óskift
fjelag með heimili i iíeikjavík, enn með jöfnum rjettind-
um firir alla fjelaga, hvar sem þeir eru, og með hentugra
firirkomulagi á allri stjórn fjelagsins, og er vonandi, að
deild vor taki slíku tilboði með þökkum. Samt get jeg
ekki bundist þess að taka það fram, að þetta, sem nú er
að gerast, þetta, sem engum gat komið til hugar, meðan
Jón Sigurðsson stírði Hafnardeildinni, það virðist hafa
vakað firir honum sem framtiðardraumur. I ræðu hans
á fundi Hafnardeildar 24. maí 1873, sem áður var getið,
um ágreininginn milli deildanna út af brjefi Reikjavíkur-
deildar til umboðsmanna, standa þessi merkilegu orð:
»Annað væri það, ef hún (þ. e. Reikjavíkurdeildin) treist-
ist til að taka að sjer eða gæti náð til sín allri aðalstjórn
fjelagsins, bæði prentun bóka, útsendingum reikninga og
öðru, og annast þetta að fullu, þá mundi vor deild (þ. e.
Hafnard.) ekki i neinn handa máta mœla á móti þessu eða
veita því mótstöðu, þegar það gceti staðist fjelaginu að skað-
lausu. Enn þess mun varla kostur, eins og nú er ástatt«J)
Þegar rætt er um starf Jóns Sigurðssonar flrir Bók-
mentafjelagið, er ástæða til að minnast eins mans, sem
var hans önnur hönd lengst af, meðan hann var forseti.
Þessi maður var Sigurður L. Jónasson, bókavörður deild-
arinnar frá 1857 til 1878. Hann var trigðavinur Jóns og
aðstoðaði hann allra manna mest og best í stjórn fjelags-
ins2). Hann ljet sjer og sem bókavörður mjög ant um
handritasafn Hafnardeildarinnar og samdi ágæta skrá ifir
það, sem kom út 1869 á kostnað fjelagsins. Hann á og
ásamt Finni Jónssini hlutdeild í hinni síðari Skírslu um
þetta safn, sem kom út 1885. Þegar kraftar Jóns Sigurðs-
‘) Skírsl. og reikn. 1872—1873, V. bls.
*) Sbr. brjef Jóns til Sigurðar, dags. í Reikjavik 30. júli 1867
(Brjef J. S., útg. 431. bls.): „Ósköp þótti mjer vænt um, að þjer höfðuð
ekki gleimt mjer, og jeg þakka iður því meira firir iðar rækilega og
góða brjef, sem jeg veit, að þjer eruð ekki mikið firir að skrifa privatbrjef.
Jeg sje á brjefinu iðar, að á iður hefur lent mest erfiðið firir Bók•
mentafjelaginu og Fjelagsritunumu.
17