Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 146
242
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
alt efnið í það. Síðan var ritinu framhaldið, og þegar .Jón
Sigurðsson dó, var komið út íirsta bindi alt (1856) og 3 hefti
af öðru bindi (3. heftið kom út 1877). Safn þetta hefur
að maklegleikum átt mildum vinsældum að fagna hjá
öllum, sem mætur hafa á sögu lands vors og bókmentum,
og er nauðsinlegt hverjum þeim sem við þau efni fást.
Af efninu hefur Jón Sigurðsson lagt til:
I I. bindi: Biskupatal á íslandi með filgiskjölum.
Biskupaannála Jóns Egilssonar með formála, at-
hugasemdum og filgiskjölum. Ritgjörð Jóns Giz-
urarsonar með formála og athugagreinum.
III. bindi: Lögsögumannatal og lögmanna á íslandi
með skíringargreinum og filgiskjölum.
Hjer á ekki við að fara út í efni þessara greina eða
sína, hve snildarlega þær eru af hendi leistar, heldur vísa
jeg um það og eins um önnur vísindarit Jóns, sem síðar
mun getið, til ritgjörðar Finns Jónssonar um vísindastarf
Jóns Sigurðssonar.
18. nóvember 1854 má heita merkisdagur í sögu Bók-
mentafjelagsins, því að þá var á fundi í Hafnardeildinni
lagður grundvöllur undir ekki minna enn fjögur merkileg
safnrit, sem fjelagið síðar gaf út, og vóru þau: 1) Skírsl-
ur um landshagi á íslandi, 2) Tíðindi um stjórnarmálefni
íslands, 3) Biskupa sögur, og 4) íslenskt fornbrjefasafn.
Tvö hin síðastnefndu rit eru vísindalegs eðlis eins og Safn
til sögu Islands, og munum vjer því first minnast á þau.
Það var forseti sjálfur, sem bar fram til samþiktar
þá uppástungu á nefndum fundi, að fjelagið skildi gefa
út Biskupasögur vorar ásamt Kristni sögu, allan þennan
merkilega sagnabálk, sem snertir sögu kristinnar kirkju
hjer á landi. Firsta hefti þessa safns kom út árið 1856-
og síðan kom framhald 1. bindis út í 2 heftum, lokahefti
bindisins (3. hefti) með nafnaskrám og formála árið 1858.
I þessu bindi á Jón Sigurðsson hina ágætu útgáfu Kristni
sögu, enn Guðbrandur Vigfússon alt hitt, þó svo, að Jón
hefur borið eina próförk af öllum þeim sögum, sem Guð-
brandur fjallaði um, saman við aðalhandritin. Annað