Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 175
Endurminningar nm Jón Sigurðsson.
271
landi og vinum sínum heima kveðju sína. Þetta var um
miðjan ágústmánuð. Fjórum mánuðum síðar var Jón Sig-
urðsson ekki framar í tölu lifenda.
Síðast man jeg það, er jeg stóð ifir moldum þeirra
hjóna í Reikjavík 4. maí 1880. Jeg var einn í nefndþeirrir
sem Hilmar landshöfðingi Finsen kvaddi sjer til aðstoðar
til að standa firir útförinni, og skal jeg ekki fjölirða um
hana, því að menn geta lesið alt þar að lútandi í blöðum
og ritum frá þeim tíma. Það eitt skal jeg taka fram, að
við, sem í nefndinni vórum, og ekki síst landshöfðinginn;
reindum af fremsta megni að gera sorgarathöfnina svo
hátíðlega og veglega, sem kostur var á. Enn eitt er mjer
sjerstaklega minnisstætt frá þeirri jarðarför. Við gröfina
vóru sungin sorgarljóð eftir Benedikt Grröndal. I þeim
stendur þessi spurning:
ÍHver verður nú til þín vopnin góð
í hraustlega hönd að taka?
Jeg man, þegar þetta var sungið, að það vakti hjá
mjer alvarlegar hugsanir. Jeg leit í kring um mig ifir
hinn mikla mannfjölda, sem stóð alt í kring, og jeg sá
engan. als engan, sem jeg treisti til að bera vopn hins
látna þjóðhöfðingja. Ohugur og vonleisi færðist ifir mig,
og mjer fanst, eins og gripið væri með kaldri hendi utan
um hjarta mitt. En í sama bili man jeg, að sólin braust
fram í gegnum skíin og varpaði geislum sínum ifir gröfina
og mannþirpinguna. Mjer varð einhvernveginn hughægra,
og mjer datt í hug: Hver veit, nema guð gefi þjóð minni
mann í mans stað?
Sá maður, sem á að filla skarð Jóns Sigurðssonar,
verður að vera, eins og hann, »allra manna vænstur, allra
manna snjallastur, allra manna bestur«.
Eigum vjer nú sem stendur nokkurn slíkan stjórn-
málamann?
Jeg ætla mjer ekki að svara þessari spurningu,
þó að jeg gæti það, því að jeg vil ekki vekja stríð með
þessum línum, heldur beini jeg henni að hverjum einum
sem þetta les. Svari hver flrir sig, eftir sinni sannfæringu.