Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 148
244
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
hefur hið flrsta bindi að sjálfsögðu verið sú flrirmind,
sem útgáfa hinna síðari binda er sniðin eftir að fléstu
leiti. Um vandvirkni Jóns og nákvæmni við útgáfu flrsta
bindis lúka allir upp einum munni, og nægir að vísa til
áðurgreindrar ritgjörðar Finns Jónssonar og athugasemda
Jóns rektors Þorkelssonar í Tímar. Bmf. III, 15.—16. bls.
Málgagn Jóns Sigurðssonar í landsmálum var frá
öndverðu Ní Fjelagsrit, sem kunnugt er, og gaf hann út
af þeim 30 árganga á árunum 1841—1873. Það er stór
furða og til lítils sóma firir Islendinga á þeim tímum, að
annað eins rit, jafnmerkilegt í alla staði, rit, sem hjelt
uppi merkinu í þjóðfrelsisbaráttu Islendinga, skildi aldrei
svara kostnaði. Þvert á móti var það alt af ómagi Jóns
og aldrei fjekk hann nje aðrir, sem í það rituðu, nein
ritlaun firir starf sitt; þótti gott, ef salan dugði til að
gjalda prentkostnað seint og síðar meir, og þegar ritið
loksins hætti að koma út, var það í nokkurri skuld, sem
erfingi þess, tímarit Þjóðvinafjelagsins Andvari, tók að
sjer gegn því að fá það sem eftir var óselt af ritinu og
útistandandi skuldir. Ekkert hefði verið hægra firir Jón
Sigurðsson, þegar hann var orðinn forseti Hafnardeildar
Bókmentafjelagsins og rjeð i rauninni einn framkvæmd-
um þess, enn að láta fjelagið taka að sjer útgáfu Fjelags-
ritanna. I lögum fjelagsins var ekkert því til firirstöðu,
og öll líkindi vóru til, að fjelögum á íslandi mundi fjölga
að stórum mun, ef þeir ættu von á að fá á hverju ári
Fjelagsritin með öðrum ársbókum fjelagsins; við það
mundu tekjur fjelagsins aukast og vinsældir fjelagsins
fara vaxandi, svo að það var firirsjáanlegt, að ritið mundi
ekki verða fjelaginu nein birði. Þá mundi og fjelagið að
sjálfsögðu greiða laun firir ritgjörðir þær, sem teknar irði
í ritið. Enn ekkert sínir betur ósjerplægni Jóns og ást-
ríka umhiggju hans firir velfarnan fjelagsins enn það, að
hann fór þess aldrei á leit, að Bókmentafjelagið tæki að
sjer Fjelagsritin. Hann vildi heldur rita kauplaust firir
þjóð sína og jafnvel kosta til ritsins frá sjálfum sjer enn
draga Bókmentafjelagið inn í deilumál dagsins með