Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 16
112
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar,
og langdvöl tveggja íslenzkra fulltrúa úti í Danmörku.
Þess bæri og að gæta, að svo framarlega sem Islendingar
eignuðust ekki sérstakt þing á Islandi, yrði embættismanna-
nefndinþar ómissandi, og landsmönnum myndi þykja það harla
ósanngjarnt, ef þeim yrði gjört að skyldu að standa bæði
straum af henni og af fulltrúum sínum á þingi Dana.
Ennfremur mundu íslenzkir fulltrúar á þingi í Danmörku
reynast lítt fallnir til þess að vekja og glæða þjóðarand-
ann á Islandi. Loks er þess getið, að það sé samhuga
ósk allra Islendinga að eignast þing í landinu sjálfu og
skírskotað í því sambandi til íslenzku bænarskránna 1837,
sem áður er getið, og til ávarpsins, er Islendingar fluttu
konungi, er hann kom til ríkis, og loks til ummæla nokk-
urra málsmetandi manna, sem hafi verið því meðmæltir
að Islendingar fengi sérstakt þing.
öll röksemdaleiðslan í grein þessari kemur í flestum
atriðum heim við röksemdir Jóns í þættinum »Um alþing
á Islandi« í fyrsta árgangi »Nýrra Félagsrita«, er því
sennilegt að Jón Sigurðsson hafi samið greinina eða átt
mikinn þátt í samningu hennar. Heyrt höfum vér þess
getið, að Jón og Brynjólfur Pétursson, er síðar varð for-
maður islenzku stjórnardeildarinnar, hafi þenua vetur
samið í sameiningu einhverja grein eða greinar um Is-
landsmál, er birtust í einhverju dönsku blaði, en heimild-
armaður vor vissi ekki nánari deili á því.
Arangurinn af álitsskjali embættismannanefndarinnar
um hluttöku íslendinga í fulltrúaþingi Dana í Hróarskeldu,
ávarpinu til Kristjáns VIII. og grein þeirri, er nú var talin,
var hinn merkilegi úrskurður konungs um alþing á Is-
landi dags. 20. dag maímánaðar 1840. Þar er svo kveðið
á, að fyrst um sinn skuli þeir vera fulltrúar íslendinga
á þingi í Hróarskeldu, er konungur kveðji til þess, en
kostnað allan, er af því rísi, skuli greiða úr konungs
sjóði. En jafnframt leggur konungur fyrir lögstjórnarráð
sitt (kansellíið) að leita álits embættismannanefndarinnar í
Reykjavík, »hvort ekki muni vel til fallið að setja ráð-
gjafarþing á Islandi, er í skuli koma svo margir menn, er