Norðurfari - 01.01.1849, Page 27
XVÆBI.
29
Mitt þó reikult reiki víða
Reiðalítið hugar fley,
Fjölda sjái eg silkihlíða —
Sarat eg henni gleymi ei.
Svo var mittið mjótt hið friða,
Að mátti spönnum yflr ná;
Svo var lokka ljósið þíða,
Sem leyptur geisla sólu frá;
Svo var augna blessuð blíða,
Að bræða mátti kaldan snjá.
Bar í hendi þyrstum þekkan
Jjorstadrykk, og færði mjer;
Við mig fögur bauga brckka
Blíð í máli þannig tjer:
“Veslings piltur — viltu drekka!
Viltu móður svala þjer?”
Laut að barmi lundur skjóma,
Ljúft að vörum fagureyg
Hrundin lætur hrannar ljóma
Hallast dýran mjólkur veig,
Drakk eg meyjar mynd í rjóma
Munaðsfagra í einum teig.
Eptir þetta inn mig leiddi,
Ástúðlegust hringa gná,
Bjó mjer sæng, og sundur greiddi
Svæfla dún, og fegri snjá
Voðir líns um beðinn breiddi,
Bezt svo mætti hvílast á.
1« ‘ sæti sat eg hljóður —
Síðan kom og spurði mig,
Eins og systir bezta bróður,
Blíð og hýr og alúðlig:
‘‘Veslings piltur! vegamóður,
Viltu eigi hvíla þig?”
Greip jeg minni hægri hendi
Hennar yfir mitti þá,
Föstum þrýsti kæru kvendi
Kossi heitar varir á;
Sjer úr læðing ristill rendi,
Roðnaði við, og skauzt mjer fiá.