Norðurfari - 01.01.1849, Page 67
FRELSIS HREIFINGARNAR.
69
fara að baata hag fátækra manna, og með óþreytandi þoilnmæðí
barðist hann við hörmungar og mótlæti tll þess að vinna fyrir þessu
eina augnamiði. En til þess að mannkynið gæti orðið sælt hjelt
hann að þess þyrfti fyrst með, að allur eignarrjettur og erfða
væri aftekinn, en öllum skyldi vera goldið fyrir verk sín að mak-
legleikum, af manni þeim, sem valinn er til að standa fyrir stjórn-
inni; hann á að hafa fullkomið vald yfir hlutum og mönnum, vcra
ábyrgðarlaus, en svo vandaður og rjettvís, að allir hafi fullkomið
traust til hans. I þessu mannfjelagi skal enginn munur vera á
konum og körlum, bæði hafa öldungis sömu rjettindi og meiga
jafnt taka þátt í öllum störfum, eins stjórn sem öðiu: þetta er
“hin frjálsa kona.” Sannfæring Saint-Simon’s um sannleika þess-
arar kenningar sinnar var svo sterk að hún var orðin aS þeirri
föstu trú, að hann væri sá sannleiksandi, sem Kristur hefSi heitið
lærisveinum sínum að koma skyldi“ —• og með þeirri vissu dó
hann 1825. A eptir honum kom upp Charles Fourier, sem
vildi skipta öllu mannkyninu í flokka (phalanges) og í hverjum 2000
manna, kvenna og karla. jiessir flokkar eiga allir hver fyrir sig
að búa í einu stóru húsi (phalanstére') og yrkja í sameiningu
jörðina; ágóðanum skal skipta jafnt milli allra; hjónaband er ei
aftekiS enn konur og karlar meiga þó umgangast svo frjálslega sem
þau vilja, og börnin verða uppalin á kostnaS flokkshússins. Stjórnar
segir Fourier aS ei þurfi með, því menn sjeu af náttúrunni allir
góðir, og hafi eiginlega engar ákafar fýsnir, sem knúi þá til
nokkurra óvcnjulegra fyrirtækja: það sje einungis svo meðan þeir
sjeu í fjötrum, en hverfi öldungis þegar þeir nái frelsi sínu aptur.
jiessir þrír menn eru hver öðrum líkir í því að þeir aftaka
eignarrjettinn, og með því móti vilja niðurbrjóta allt mannfjelagið
eins og það nú er, en byggja það aptur upp aS nýju í annari
mynS. En þeir hafa að eins ritaS bækur um þetta, eða gjört tit-
raunir meS þeim mönnum, sem fúslega hafa gengið í fjelag þeirra,
og ekki reynt til aS neyða stjórnir með ákafa til að taka upp sín
lög; og þaS hefur því aldrei eiginlega orðið nein alvara úr lærdómi
þeirra, nema hvað Saint-Simon einkum fór að fá marga áhangendur
eptir dauða sinn. Gáfaðir inenn skrifuðu í hans anda í tímaritinu
Globe, og aðrir stofnuðu fjelag eptir þvi, sem hann hafði ImyndaS
sjer; en eptir Júlí byltinguna for stjórnin að taka eptir þessu, og
fjelagið uppleistist, og er nú ei lengur til. Robert Owen er hinn
einasti, sem enn lifir, og er nú mjög gamall; hann kom í fyrra
til Parísar eptir byltinguna, og bauðst til að leggja fyrir þingiS
frumvarp til stjórnarlaga, sem allir mættu vera ánægSir með, því
þau skyldu gjöra alla sæla — en ekki höfum vjer heirt meira um
þetta fyrirtæki síðan.
Vjer höfum nú stutllega getiS hinna eiginlegu sameignarmanna,
sem ekkert þykir nýtt eins og það nú er, en vilja breyta öllu
frá rótum. En auk þcirra eru líka aSrir, sem skemmra fara, og
* Jó h. GubspjaTl xvi, 13.