Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 84
86
KORBURFAHl.
hann Somma Campagna og 25. Júlí drekkti hann frelsi Itala i
blóði vi5 Custozza. f>ar vann hann mikinn sigur yfir Iíarl
Albert, sem Ijet 40 fallbyssur og varð að hrökkva undan yflr
Mincio, og svo stað frá stað allt yflr að Milano Borgarmenn
voru þar óðir og uppvægir og vildu berjast til síðasta manns, en
konungur treysti þeim ei og lofaði að gefa upp borgina og fara
burt með lið sitt, og kölluðu þeir hann þá svikara. En menn
meisa ei vera of harðir við Karl Albert, lið hans var ei gott, og
ltalir sjálfir sýndu meiri föðurlands ást í orðum enn gjörðum; og
það var víst fremur að kenna ösamlyndi og dáðleysi höfðingja
á Italiu að svo illa tókst enn svikum Sa,rdina konungs. Hann
átli á öngu góðu von eptir ósigur sinn, en aptur á mót á jarn-
kórónu Lombardís ef hann biði sigur, því bæði það ríki og Fen-
eyjar höfðu ályktað að sameinast við Sardiníu og taka hann til
konungs ef þau næðu frelsi; en nú ónýttist allt þetta fyrir honum
ósigursins vesna, og sonur hans gat ei heldur tekið valinu til
konunzs á Sikiley Radetzky hjelt innreið sina í Milano 6. Ágúst
og hafði þó áður tekið Cremona, og skömmu seinna voru sett 6
vikna grið milli Piemont og Austurríkis, enn lengd síðan. Fen-
eyjar einar voru enn óbugaðar og vildu ci viðurkenna griðin , en
slitu aptur samband það, sem þær áður höfðu gert við Lombardí
og Sardiniu. ý>ær liggja á eyjum úlí sjó og leirur og sund skilja
þær frá meainlandinu, svo Radetzky gat ei kornist að lagarborginni
með her sinn. Manin stjórnaði þar líka ága-tlega og hjelt góðri
reglu: hann ber nafn hins síðasla Feneyja hersis \doge).
ýjetta var hinn annar sigur, sem frú Sof a vann, og óx þá
hirðinni móður. Jóhann erkihertozi setti þingið í Vínarborg 28.
Júlí i nafni keisarans, sem hirðhyskið alltaf hjelt í Innsbruck,
og sátu þar fulltiúar úr öllum þeim löndum Austurríkis, sem vjer
áður höfum sa t að stjórnar skráin var gefin: en það voru aðeins
Slafar og jþjóðverjar því Italir voru þá ei kúgaðir enn, og Ung-
verjar áttu þing sjer eins og þeir alltaf hafa átt. Meiri hluti
þingmanna voru Slafar og vildu þeir bera sig að koma þvi til
leiðar, að stjórn Austurríkis yrði framvegis bygzð ei jafnrjetti
þjóða svo að í stað hinnar nauðugu einingar gæti komið reglulegt
þjóðsamband; en keisaradæminu vildu þeir þessvcsna halda
saman, að þeir voru hræddir um að hinar slafnesku þjóðir annars
lentu beinlinis undir yfirdrottnan Magyara eða ýjjóðverja Hversu
holl og heillavænleg sem nú slík aðferð hefði mátt verða fyrir
ríkið, þá vildi þó hirðin ekki vita neitt af þessu að segja, og
þóttu Slafar vera langt af frjálslyndir, þó þeir í raun og veru
væru hinir einustu, sem á skynsamlegan hátt vildu styrkja keisara-
ættina, og ekki færu nærri því eins langt og ýjjóðverjar, sem hjer
eins og annarstaðar vildu apa allt eptir Frökkum. En erkihertoga-
frúin hafði nú ásett sjer að banga saman “öflugt” Auslurríki
eins og áður hefði verið , hvað sem það svo kostaði, bæði móti
lögura skvnseminnar og vilja þjóðanna — og í þeim tilgangi hafði