Norðurfari - 01.01.1849, Síða 88
NORBtJnFARI.
yo
Kka að taka aptur allar gjörðir sinar áður enn hann dó*. Leopold
II. bróðir hans ljet það líka vera fyrsta verk sitt að sættast við
Magyara, og sverja að halda landslög. Sömu aðferð fylgði sonur
hans Franz II., og Metternich gamli var of skynsamur til þess
ei að sjá að styrkur Austurrikis var í Ungverjatandi og i vináttu
Magyara, hvort sem hann var nógu rjettlátur eða ei til að iinna,
að keisarinn átti ekkert með það land, sem að eins hafði kjörið
hann til konungs sins og með því aukið ríki hans um helming:
því Dalmazia fylgdi í upphafl Magyararíki þó hún sið&n hafi skil-
ist frá að nokkru leiti. fjað sázt líka brátt að þessi stjóinaraðferð
var hin einasta skynsamlega í tilliti til Ungverja, þvi þeir, sem
alðrei spöruðu að láta heyra til sín þegar konungar þeirra vildu
traðka rjetti þeirra, frelsuðu nú Austurríki í annað skipti þegar
Napóleon hafði forlög keisaradæmisins í hendi sjer. Inn í land
þeirra vogaði hann sjer aldrei, og Magyarar hirtu ei um að fylgja
ráðum hans, að skilja sig frá Austurríki svo hægt sem þeim þá
hefði verið það, en þeir hjeldu því fastara við konung sinn þvi
verr sem honum gekk annarstaðar og hjeldu honum enn þá einu
sinni uppi — enda hafa þeir æfinlega verið of góðir drengir til
að vilja nota sjer af árásum annara ríkja á Austurríki, og hvað
hafa þeir nú fyrir drenglyndi sitt annað enn það, að hin svikula
keisaraætt sendir rússneska þrada til að herja með eldi og sverði
hið fagra og frjófsama vfnland þeirra?
jietta er í stuttu máli saga Ungverja fram á nýustu tíma,
og hafa þeir alltaf einvöldonum til mestu grcmju haldið frelsi
sínu og sjálfræði, þó þeir hafi átt við vjel og pretti að stríða og
þessvegna ei getað bætt stjórnarlög sln svo sem þeir vildu: því
hver vill neita því að þeim eins og öllum öðrum væri mart ábóta-
vant? Einvaldarnir og þjónar þeirra og embættismenn (bureau-
kratarnirJ hafa heldur ei sparað að gjðra nóg úr þessum göllum,
og kalla Magyara heimska og þráa fyrir það að þeir ei vildu lofa
Jóseph II. orðalaust að gjöra sig að iðnum og góðum einveldis-
“borgorum”, slíkum sem skrifstofuþjónar og þeirra vinir kalla góða
og farsæla fjelagsbræður, en frjálsir menn kalla auðvirðilega þræla.
þeir brízla þeim einkum um að höfðingja ríki sje mikið hjá þeim,
ng að almúgi sje niðurbældur og ekki látinn ná rjetti sínum; hið
fyrra er satt en hið síðara verður aldrei nema leynileg ósk em-
bættismanna í Austurriki, og vjer skulum nú skoða hvort hófð-
ingjaríki slíkt, sem er á Magyaralandi hafi verið skaðlegt. Enginn
getur fúsar enn vjer viðurkennt að allir menn eigi að hafa jafnan
rjett i fjelaginu, eins og þeir hafa hann i upphafi frá guði, en
* kó allar algjöráir Jósrphs eiginlega litu að þvf að hnoða sainan lír þjóð-
nin AusUirríkis einn litlausan kluinp, sem siðan yrði liægra að r.lða rið, þJ
kann þó að vera, að hann hafi vxljað gera smnt vel; en hann fór að eins
heimsknlega og aflir harðstjórar, og viidi gjöra allt eptir sinu eigin höfði
ón aðstoðar þjóðarinnar, og kallaði t. a. m. aldrei saman þing Úngverja.
Slfkt þola ei frjóls'r menn. En einkum espaði hanu Magyara móti sjer þegar
hann aetlnði að kiiga þó alla til að fara að tala og rita býzku.