Norðurfari - 01.01.1849, Page 93
FREISIS HREIFINGARNAR.
9ð
mega eiga mc5 sjer ef þeir vilja þriðja hvern mánuð, og cr þaí
þá itígþing. Forseti á þessum fundum er annað hvort aðalþingstjtírinn
(fti-ispan, comes) cða varaþingstjórinn (vice-ispan, vice-comes),*
og getum vjer þess hjer um leið að hjeraðsbúar á Magyaralandi
velja sjálfir þessi hjeraðs yfirvölð sín eins og frjálsum mönnum
sæmir, en láta ei sletta þeim í sig af konungsstjórn. A hjeraðs þing-
onum er rætt um almenn mál og búa menn sig þar undir alsherjar
þingið og taka ráð sín saman, og það var einkum þar, sem menn
höfðu tækifæri til að æfa sig að tala, og hinir fátækari göfugu menn
gátu látið í Ijtísi föðurlandsást sína og frelsis. Kossuth sat á
Pestharþinginu, því þar átti hann fasteign, og þar bar fyrst á
mælsku hans; en með honum voru líka margir ágælir menn:
Moritz greifi Szentkíralyi og Páll Nyary, báðir varaþing-
stjórar, bræðurnir Loðvík greifi og Casimir Batthyany og
Gedeon Raday. Attu þeir þar í ymsum brösum við Szechenyi,
sem farinn var að draga sig í hlje, og ei hlífðu þeir þar heldur
þeim, sem með ritum eða gjörðum viidu svíkja föðurland sitt, t.
a. m. forstöðumanni blaðsins liuda-Pesti-Biradó, sem þar varð
að standa þeim reikning af hverju orði, sem hann hefði ritað í blað
sitt síðan þeir hittust síðast á þingi. A þenna hátt sja menn að
bæði má koma upp góðum mönnum oghrinda hinum, og þessvegna
reyndi líka Mctternich til að bera sig að brjtíta niður hið forna
hjeraðsfrelsi Magyaralands og ætlaði að setja konunglega umboðsmenn
(administratores'), sem sjer væru hollir, í staðinn fyrir hina frjáls-
lyndu þjtíðkjörnn þingstjóra. En honum ttíkst það ei, og þegar
hann einu sinni dirfðist að senda slíka þjóna sína í nnkkur hjeröð,
þá er stutt frá þvf að segja, að hjeraðsbúar ttíku þá og brjef
þeirra og sendu allt forsiglað heim til Vínarborgar og beiddu þá
að reyna ei til að koma aptur; Metternich var of skynsamur til
að fara lengra fram á þetta mál og fjell það svo niður.
Á þinginu 1813 höfðu Magyarar það fram, að mál þeirra
væri gert að embættismáli í stað Latínunnar, sem þangað til hafði
verið það frá gömlum tímum, og eins verið töluð á þinginu.
fietta var nú mikill hagur fyrir mál þeirra, og siðan hefur þvf
líka fleygt fram. þiegar velja átti að nýju til þingsins um haustið
1847 keyptu vinir Kossuth’s honum fasteign, sem var nógu sttír
til þess að hann gæti orðið valinn. Jvegar Melternich frjetti það
gjtírði hann allt, sem hann gat til að hindra þetta val, og sendi
þvi erindisreka með tígrynni fjár útum allt Pestharþing til að kaupa
menn til ei að velja Kossuth, en honum ttíkst það eigi hjer.
Bræðurnir Batthyany og Gedeon Raday ftíru allir f bændabúning
fram og aptur um hjeraðið , og lögðu mönnum á hjarta að fylgja
ei svikaráðum stjtírnarinnar; og endirinn varð líka sá að Kossutu
af 6000 atkvæðum fjekk 4283. fá var hann eptir fornum sið
* bessi h t’ði einbætti svara til Lord-Lieutenant of a County og Sheriff
á Englandi, og intmdi svara til sýsluinanns hjá okkur ef amtinanns embaett-
onnin ei beifli verið bætt við tilgangslaust.