Norðurfari - 01.01.1849, Side 95
rRELSia HHEITINGARNAR.
97
og höðfíngjar skyldu sitja í æSri málstofunui, f>ví Kossuth sagði
sjer væri ei um að gera a5 útrýma göfugum mönnum, heldur að
gjöra hag þeirra að hag landsins, og var þetta skynsamar talað
enn frakkneskir menn mundu vera færir um. Ferdínandur kon-
ungur kom sjálfur til Prezsborgar 19 Apríl og skrifaði nafn sitt
undir skjal það, sem aptur veitti Ungverjalandi að fullu sjálfræði
þess og sór að halda landslög — og síðan var þinginu slitið.
Hefði nú konungur verið skynsamur maður þá hefði hann látið
sjer annast um að ganga aldrei á heiti sin, og skylið það, að frelsan
keisaraðæmisins var undir því komin að hann gjörði ei Ungverja
að tívinum sínuin,- því þegar hann nú einu sinni átti að fara að
verða stjtírnari frjálsra þjtíða þá var það rjett að styðja sig einkum
við þá, sem lengst hafði verið frelsi vön og bezt kunni að öllum
stjtírnarháttum, en blinda ei sál sína með fánýtum hugarburðum
uin apturhvarf til hins gamla, sem var, er og verður ómögulegt.
En það er ei til mikils að Iasta Ferdínand fyrir þetta — það voru
aðrir, sem svikin spunnu.
Eitt af því, sem Magyarar vildu, var að Sjtíborgarríki, sem
hafði verið hálflaustvið riki þeirra síðan á dögum Betlem Gabor’s
skyldi nú aptur sameinast öldungis við það. Af hinum fjórum
þjóðum* í Sjöborgaríki höfðu ei áður nema þrjár stjórnarrjett-
indi, en Blökkumenn voru öldungis útilokaðir frá hluttekning í
almcnnum málum. Nú buðu Magyarar þeim allt jafnrjetti við
sjálfa sig ef þeir vildu samþykkja samciningu Sjöborgaríkis við
land sitt. En Saxar, sem þtíttust vera hræddir um þjóðerni sitt
ef Magyarar næðu beinlínis valdi í þeirra landi, eggjuðu Blökku-
menn til að taka ei þessu boði, og gerðu þeir sig með því að
fúsum verkfærum einvaldsins, eins og mörgum af bræðrum þeirra
á jþýzkalandi því miður hefur hætt við á þessum byltinga
tímum; því ciginlega áttu þeir ekkert með að mótmæla hjer,
þar sem þeir ekki eru nema nýlendumenn, innkallaðir af
Magyörum, og sem þá nátlúrlega gengust undir lög þeirra.
Samt tókst Magyörum að koma því til leiðar að Blökkumenn
skyldu koma til móts við sig á flötonum við Blasendorf 15. Maí
til að tala út um þetta mál, og þar ttíkst þeim að fá þá til að
samþykkja sambandið, en þeir hjctu þeim ímtít öllum þeim rjett-
indum , sem áður er sagt. Jicssum fundi lýsir Deutsche Reforrn
sem einhverjum hinum stórkostlegasta og einkennilegasta, sem
nokkurn tima hafl verið haldinn á meginlandi Norðurálfunnar:
* I Sjöborgariki biía hjerumbil 2 mill. manna ; af þeiin eru 40ÍXXX) Magy-
arar, 3<XXXX) Szeklar, riím4(XXXX)Saxar, og yfir7(XXXX) Blökkumenn;
hitt em Zigeunar, Gyðingar o. s. frv. Blökkumenn, sein eru elzta þjöðin
í landinu hafa haft ininnstan rjett, og bojarar (höfðingjar) þeirra hafa líka
kiígað þá hjer eins og í Moldít og Blökkuinannalandi. Hinar þjóðirnar hafa
hver haft þing fyrir sig og eitt aðalþing í Clausenborg. Saxa (fjóðverja)
kölluðu fornkonungar Magyara fyrst inn 1 landið til að yrkja það, og fengu
þeim nokkra dali til íbuðar ; þeir kölluðu það fyrst Siebenburgen, enMagy-
•rar kalla það ErdeVó og BÍökkumenn eins og Róinverjar Trantsylvania.
G