Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 108
110
SORfiUM'ARI.
þeim hver væri hinn almenni vilji landsmanna. “|>á sá eg
segir maíur, sem viðstaddur var, “mesta mann Evrópu í fyrsta
skipti búinn eins og sljettan og rjettan honved (landvarnarmann).”
Daginn eptir kom fregnin um uppreisnina í Vínarborg og ílótta
keisarans ásamt bo8onum um sigur Perzels og Görgey’s. jj<*
tjáði ei lengur að bíða þess að keisarinn tæki sjer ráðaneyti, og
|)ingið valdi strax nýja stjdrn til a8 stýra landinu í nafni hans;
sú stjdrn var kölluð “Landvarnarnefnd,” og varð Kossuth forseti
hennar. Undir eins og hann var búinn a8 taka við störfum ritaði
hann ávarp til Magyara og kallaði enn alla til vopna. Hann segir
öllum að rísa upp og safnast saman f Vezprims hjeraði eins og
mannkynið allt eigi að safnast saman á ddmsdegi eptir upprisuna,
og biður þá a8 eyða ei mörgum or8um en ala gremjuna í brjósti
sínu þangað til að svikanna sje hefnt, og láta ei annan söng
heyrast yfir allt Ungverjalanð enn hina alvarlegu og raunalegu
hergöngu Ragoczi’s. Hann lýsir fyrir þeim hvað þeir eigi í
vændum ef þeir nú ci verji sig sem menn: að þeir muni verða að
vesælli þjóð, sem sje landflótta heima hjá sjálfri sjer og erlendir
menn muni hafa sjer til gamans að siga hundum sínum á; sem
allar konur múni for8ast eins og óhreint dýr, og börn þeirramuni
bölva í vöggu; sem hvorki eigi von í þessu nje öðru lífi, því
þeir hafi smánað sköpunarverk drottins, og sem guð sjálfur muni
segja um: “eg yðrast eptir að eg skapaði þá.” jiegar hann er
húinn að spá þeim þessu, ef þeir láti hugfallast, en annars hinu,
“að af árásum Jellachichs á Ungverjaland skuli frelsi þess spretta”,
ef menn muni eptir sjálfum sjer og taki vopn sín hver, sem þeim
geti valdið — segir hann þessi undarlegu orð: “En milli Veszprim
og Weissenbnrg skulu konur vorar á meðan taka mikla gröf, svo
vjer megum þar annaS hvort grafa nafn Magyara, sóma þeirra
og hina ungversku þjó8 — eða þá fjendur vora; og yfir gröfinni
skal Ungverjum annaðhvort verða reist svívirðileg nfðstöng með
þessn letri: ‘Svona hefnir gu8 sín á bleyðonum,’ eða hið eygræna
frelsistrje skal gróa þar, og í laufi þess mun rödd drottins heyrast,
eins og hún áður talaði til Moyses úrhinum brennanda þyrnirunn:
‘Staður sá, sem þú stendur á, er heilagur, svona launar guð
hreystinni, frelsi, frægð, vellfðan og sæla veri eign Magyara.’”
JiingiS ungverska ákvarðaði 10. Octóber, að Stefán crkihertogi
skyldi vera afsettur frá öllum embættum sfnum og tign fyrst hann
hefði sviksamlega strokið úr landi; og sama dag sendi það þinginu
í Vfnarborg þau boð, að það Ijeti lið sitt reka Jellachich útfyrir
landæmærin, en ekki skyldi það fara yfir þau nema VfnarþingiS
skýlaust beiddi Ungverja hjálpar. Skömmu seirna fór Kossuth
sjálfur upp eptir Dóná til þess að safna þar liði og vera sjálfur
vi8 í herbúðonum, þvf yfirforingjarnir voru ei áreiðanlegir.
Vjer verðum nú að víkja sögunni til Vínarborgar. Allur
þorri manna þar hjclt mcð Ungverjnm, og gramdist þeim mjög
afðferð stjórnarinnar. Einkum snjerist þó öll reiðin móti herstjór-