Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 143
IRELSIS HKEIFINGARKAR.
M5
i París og nokkrura hjeröðum, vinstrihliðarmenn voru ofsóttir og
teknir höndum, og mörgum blöðum bannað að koma út — einn
af herforingjum Changranier’s gerði sjer jafnvel þá skömm, sem menn
varla mundu trúa um mann sem á að heita siðaöur, að hann för
með dáta sína inn í prentsmiðju eins frjálslynds blaðs og Ijet brjóta
þar allt og skemma. Ledru-Rollin komst samt undan, að menn
halda til Lundúna, þangað sem allir ílóttamenn þyrpast; en blað
hans Réforme mátti ei lengur koma út, og prenntfrclsi var um
tima ei miklu meira enn í reglulegum einvaldslöndum. Svona
armingjaleg urðu málalokin í Parísarborg, en það, sem vest var,
var þd það, að Rómverjar nú misstu alla von um að frakkneska
stjórnin mundi breyta meiningu sinni og hætta að ofsækja þá. Samt
örvæntu þeir ei enn um að geta varið borgina, og Garríbaldi rak opt
Frakka aptur frá múronum með því litla líði, sem hann hafði.
En hjer var við ofurefli að eiga, og þegar Oudinot fór að láta
skjóta með eldknöttum og skemma fornmenjar, fóru menn að hugsa um
að gefast upp, og borgarstjórnarráðið Ijet ljúka upp hliðonum 31.
Júlí. Frakkar gengu nú í borgina, og fyrsta verk þeirra var að
slíta þinginu og ónýta öll lög, sem það hafði sett, hvernig sem
svo borgarmenn mæítu á móti og kváðust ei hafa gefist upp með
þeim skilmálum. Slazzini komst undan, en menn vita ei hvert, og
prinzinn af Canino, forseti þingsins, ætlaði sjer til Parísar til að
vitna þar á móti þessari ólöglegu aðferð; en frændi hans ljet vísa
honum frá á leiðinni, og hann varð að forða sjer til Englands.
Garribaldi er hinn einasti, sem þó var nokkurn veginn heppinn
í tilraun sinni að komast undan. Hann brauzt með sfna sveit
út úr Róm um nóttina ásamt konu sinni Leonta, scm alltaf kvað
fylgja honum í skjaldmeyjarbúning og hefur jafnvel verið flokks-
foringi í liði hans. ðleð miklum háska komst hann loks gegnum
Toscana og yflr Appenínafjöll, ofsóttur bæði af Frökkum og
Austurríkismönnum, ofan að Adríuhafi með 200 manna. jþar
fjekk hann sjer skip og ætlaði fram með ströndinni ti Feneyja;
en þá kom að eitt af umsáturskipum Austurríkis, og eptir
snarpa orrustu voru flestir af fjelögum hans herteknir á hinum
varnarlausu knörrum, og fluttir til Bologna, sem Austurríkismenn
höfðu lagt aptur undir páfann. Sjálfur komst Garribaldi þó undan
á bat með fáeina inenn, og kvað nú á endanum vera kominn til
Feneyja, sem hann ætlar að gera sitt til að verja, því þær eru nú
og hinn einasti staður þar sem enn eymir eptir af italska frelsinu.
3þar hafa mcnn alltaf farið bezt að, talað fæst en varist drengilegast,
og ekki minnsta vitund af innbyrðis óeirðum hefur átt sjer þar stað,
þó hart hafi verið að borginni gengið. Manin hefur að öllu farið
veglega og “heldur enn cinn uppi hinu göfuga höfði meðal smá-
mennanna általíu.” Hann beiddi í vor Palmerston og Drouyn
de Lhuys að leggja inn gott orð fyrir Feneyjar, og sjá svo til
að þær fengju þó eitthvað af því aptur, sem friðurinn í Campo
Formio rænti þær: að minnsta kosti nafnið og svo mikið land sem
K