Norðurfari - 01.01.1849, Side 161
FRELSJS HREÍFINGARNAK.
1G3
þó um það leiti líka var að berjast i Sjöborganki við hina rúss-
nesku hershöfðiugja: Liiders og Grotenhjelm, og Clam-Gallas
með lið Puchners. Strax eptir þetta lagði þó Haynau á stað frá
Pesth til Szegedin, eptir að hann hafði kunngjört i blóðugri aug-
lýsingu að hann skyídi láta brcnna upp til kaldra kola og jafna
við jörðina hvern þann bæ, sem reyndi til að gera uppreisn, og
skipað Gyðingum í Pesth að gjalda svo mikið fje, að þeir urðu
að segja sig fjárþrota. Paskewitz fór líka að balda austur eptir
aptur með meginherinn, og sendi Riidiger á uodan til að taka De-
breczin í annað skipti og varna Görgey að komast yfir Theiss,
og sameina sig við aðra hershöfðingja Magyara. En á meðan
þetta fór fram austur frá og sunnan til í landinu, var Aulich
alltaf að draga að sjer lið í Bakonyskógi og við Balatonsjóinn, til
að varnaNugent framgöngu, og Klapka rjcðist allt í einu 2. Augúsl
út úr Komorn, þar sem menn hjeldu lítið lið vera fyrir, rak Cho-
ritz til baka, tók Raab og mikinn vistaforða — og menn eru jafn-
vel hræddir við hann í Vínarborg sjálfri. Sú fregn hefur lika komið
að Bem hafi brotist inn í Moldá, en allt er óljóst í hverjum til-
gangi, og um stríð hans í Sjöborgaríki hcyrist ekkcrt greinilegt.
Aptur á mót er það nú því rniður víst að Haynau hefur tckið
Szegedin eptir einhverja viðureign við Dembinsky, sem ei er Ijóst
um hvernig hafi verið, og Rúdiger kvað hafa unnið Nagy Sandor
í blóðugum bardaga við Debreczin og strax eptir hafa tekið Gr-
Wardein, þar sem Magyarar höfðu allar vopnasmiðjur sínar og
forðabúr. Stjdrnin ungverska og Kossuth á að vera í kastalanum
Arad við Maros, sem Magyarar lengi höfðu setið um og náðu þó
fyrst f sumar—>en um Görgey heyrist ekkert, hvað af honum sje
orðið. Menn sjá af þessu hve ógreinilegar allar fregnir eru og
illt að segja frá nokkru, sem orðið er, auk þá heldur að gizka á
um leikslokin. jáetta stríð er enginn barnaleikur, og þó Rússar
og Austurríkismenn hafi meir enn helmingi meira lið, þá eru Ma-
gyarar þó ei unnir enn. Vjer viljum samt ei heldur vera af von-
góðir um mál þeirra : hinir góðu sigra ci æfinlcga, og cnginn þyrfti í
raun og veru að furða sig á þó sameinað herlið tveggja keisara
gæti á endanum borið þá ofurliða. En þess mega menn þó spyrja,
hvar rjettlætið sje, ef hið ágæta líka ætið á að verða undir, og
hver getur neitað því að mest veglyndi ferst nú með Magyörum,
ef þeir falla? Tíminn er að nálægast þegar það verður útkljáð
hvort meginland Evrópu eigi að verða frjálst cða rússneskt, cins
og Napóleon sagði, og því grátlegra er það, að þjóðir þess skuli
vera svo blindaðar að reyna ei að verja sjálfar sig. En kanskeEvrópa
þurfi kvala og harðrar plágu við áður henní verði bjargað, og þær
munu líka koma yfir hana ef hún aðgjörðalaus horíir á hinn hug-
um stóra Kossuth og frelsishetjur ha ns falla — þess mun alls á
henni hefnt verða, þessari Jerúsalem sem liflætur spámcnnina.
En Rússa keisari gengur bcinlínis og hiklaust að takmarki sínu
og þeir sem honum fylgja — og þeir munu ná því, þessir brenn-