Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 169
KVÆBI.
171
Og, margur dáðadrengur
I dreyra byltist tjörn —
En örn og úlfur gengur
Of ynglinganna börn.
En, situr sæl í friði
I sæti tignarlig,
Fjallkonan, fjarri kliði,
Og furðar hvergi sig,
jáó brotna sjái boða,
Er bella skerjum á —
Mtít frelsis röðul roða,
Samt rennir hýrri brá.
Og móSir mögu vekur,
Jiví morgun gyllir brún,
Og hulu myrkra hrekur,
Sem hlííar fal og tún;
Til vígs hún vekur eigi,
Hún vekur sona lið
A frelsis fögrum degi,
A8 festa lög og grið.
En seint er frið að festa
Er fjendur ríða um hlið,
Að búast um hið bezta
j>ví brýnast liggur við,
Og reisa veglegt vígi
Til varnar frjálsum lýð,
Sem enginn yfir stigi
Unz öll er heimsins tíð.
jjví heilar hendur allar!
Og heillum studdir þjer,
Sem fósturfold vor kallar
Og frændur kveðja hjer!
Nú gangið vel að verkum,
Er vinnið feðra lóð,
Af drottni styrktir sterkum,
Sem stýrir allri þjóð!
En nærri Saga situr,
Og sjerhvert heyrir orð,
Og ræður rekka flytur
Og ráð um byggða storð —
j>ví ráðið ráð þau eigi,
Sem ritar nauðug hún,
En, mörg, sem lesa mcgi
I mætri gullinrún!