Norðurfari - 01.01.1849, Side 176
IT8
NORBimrAni.
áköfum tilraunum að bæla ni8ur alla frjálsa skoSan á því eins og
öðru. f)ó nú Pósturínn því í raun og veru með aðferð sinni geri
því máli hið mesta gagn, sem hann vissulega ckki vantar vilja
til að önýta fyrir landinu, og vjer þess vegna ei þyrftum að eyða
orðum til að verja það möti slíkum fjandmönnum, þá getum vjer
þó ei sjálfra var vegna öldungis leitt fram hjá oss að mötmæla
herfilegustu villum hans og misskilningi á orðum vorum —
þó ekki sje til annars enn að sýna honum, að höggið af axar-
skafti hins síðara af köppum hans miklu fremur hafi vakið oss
úr rotinu, enn megnað að gera það fullkomið.
Vjer höfum nú liggjandi fyrir framan oss bæði hin voðalegu
skeyti Reykjavp., og erum heldur enn ekki í bágri stöðu, því
vjer geturn ei fundið möti hverju eiginlega sje rjett að hætta
sjer fyrst. jjó viljum vjer ráða af að fylgja timaröðinni og byrja
á hinum fyrra þætti (Reykjavp. fyrir September 1848), því
I honum er lika hægra að átta sig strax og einhver reglulegur
hugsunarþráður að halda sjer við. Skulum vjer nú reyna um
stund að skoða aðalatriðin í þessum þætti, og drepa síðan dálítið
á hinn síðari.
Hvað því nú fyrst viðvíkur, sem höfundur fyrra þáttarins segir
um “oftraust á egin kröptum,” sem hann einkum þykist finna
hjá “hinni yngri og upprennandi kynslóð,” sem um of hætti við
“að leika sjer að hugmyndum í lausu lopti” o. s. frv., þá skulum
vjer hjer ei eyða mörgum orðum til að verja oss fyrir þeirri
ljettvægu ákæru. fiað er það, sem maður má manni segja,
optast nær árangurslaust og þó stundum báðir með jafn miklum
ástæðum. Allt er undir því komið hvaða meiningu menn lcggja í
orðin, og það kann vel að vera að oss detti í hug að kalla sumt
af því hugarburði, sem Reykjavp álítur verulegast og traustast, eins
og honum sjálfum kannske þóknast að kalla alla þá fulla oftrausts,
sem þora að segja meiningu sina hrcint út eins og hún er, án
þess um leið, in parenthesi, að bæta við afsökun, fyrir að þeir hafi
dirfst að tala það sem þeir hugsuðu, eða láta í Ijósi efablendni
sína um sannleik þess. Enginn bannar öðrum, að hafa hverja
meiningu, sem hann vill, með því að segja álit sitt um eitthvert
mál, og hvert það þá sje oftraust einungis að segja það viljum
vjer lofa öðrum að skera úr. Vjer ætlum ei að þrætast lengi við
Póstinn um slíka smámuni, og snúum oss nú að aðalmálinu.
j>að, sem vjer þá fyrst og fremst höfum móti þætti Rey-
kjavp., er það, að eitt af aðalatriðum hans og þá lika hann sjálfur,
er byggt á hrenum og beinum misskilningi, sem hvergi á sjer stað.
Hvar höfum vjer nokkurn tíma, eins og höfundurinn segir, viljað
takast það I fang að stofna háskóla á Islandi? Menn lesi nákvæmlega
allan þáttinn í NoríTurfara í fyrra, og menn munu hvergi finna þess
getið. En Reykjavp. herur aldrei getað skilið þann mun, sem vjer
þar alltaf gerðum á embættismannaskólum og háskóla, því ef hann
hefði verið f*r um það, þá mundi hann liklcga hafa mátt sjá, að