Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 1
Um kosningar.
(Fyrirlestur).
Háttvirtu áheyrendur!
Eins og mönnum er kunnugt, er íslandi allmjög stjórnað af
kosnum mönnum; af mönnum, sem landsmenn kjósa til alþingis,
í amtsráð, sýslunefndir, hreppsnefndir, sóknarnefndir, bæjarstjórnir
o. s. frv.
I stað þess að landsmenn stjórni sér sjálfir beinlínis, kjósa
þeir aðra menn til þess að stjórna. Slíkt þektist eigi í fornöld.
I Aþenuborg, Spörtu, Rómaborg og annars staðar, þar sem sjálf-
stjórn átti sér stað, var venjan sú, að borgararnir stjórnuðu sér
sjálfir. J>eir urðu að koma sjálfir á fundi og greiða þar atkvæði.
pað er fyrst á miðöldunum, að menn byrja á að kjósa sér
fulltrúa til þess að stjórna, en upphaflega voru fulltrúarnir að eins
umboðsmenn kjósendanna og umboð þeirra mjög takmarkað.
Þeir voru bundnir við þær reglur, sem kjósendurnir settu þeim,
og ef eitthvert óvænt málefhi kom fyrir, þá urðu fulltrúarnir venju-
lega að fá nýjar reglur hjá kjósendunum til að fara eftir.
Um sama leyti sem Island gekk undir Noregskonung, var
hið fyrsta þjóðþing eða parlament haldið á Englandi. fetta var
1265. Af þessu þingi myndaðist síðan efri og neðri málstofan,
og sátu í neðri málstofunni kosnir menn, fulltrúar þjóðarinnar.
Englendingar hafa gefið öðrum fyrirmynd. Nálega allar sið-
aðar þjóðir hafa tekið upp ;þing með kosnum mönnum á líkan
hátt og Englendingar hafa. Jafnvel vér íslendingar höfum fengið
alþingi vort að miklu leyti sniðið eftir þjóðþingi Englendinga.
Landinu er að miklu leyti stjórnað af kosnum mönnum. Þeir
samþykkja lögin; þeir ákveða, hvað vér eigum að greiða til al-
mennra þarfa. Nauðugir viljugir verðum vér að opna peninga-
budduna og leggja fram meira og minna fé eftir ákvæðum kosinna
manna; vér getum, meira að segja, ekki látið svo upp í okkur
sykurmola eða sopið á kaffibolla, að þeir hafi ekki haft þar ein-
hver áhrif. Kaffi- og sykurtollurinn, sem samþyktur var á alþingi
árið 1889, nam árið 1895 meira en 2 kr. á hvert mannsbarn á
öllu landinu. J>að er óhætt að segja, að heill landsins og hvers