Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 88
88
einhvern tíma orðið svo myndarlegur, að mönnum hugkvæmdist
það eða menn tímdu að veita guðshúsi þá prýði; en síðan er
kirkjan miklu kollóttari og ófegri, því að þetta var svo að segja
sú hin eina byggingarlega prýði, sem á henni var, þótt lítið væri.
Uppi yfir framgafli kirkjunnar er klukknaport, sem kallað er »turn«,
úr timbri, og bust á, sem á h.úsi eða hjalli; þar er stundaklukka
og eru vísirar á öllum hliðum turnsins; áður var ekkert þess konar
tjarnarmegin, því að þá voru þar engin hús; sú stundaklukka var
góð; var skífan blá og hvítir stafir, og þótti mönnum þeir sjást
vel langt að; klukkan sló við heila og hálfa stund; en með tím-
anum varð eitthvað að gangverkinu, svo það þurfti viðgerðar, en
það vildi bæjarstjórnin eða kirkjustjórnin eigi kosta, og var bær-
inn því klukkulaus um langan tíma, svo alt lífið komst á ringul-
reið, stundum farið á fætur fyrir allar aldir, en stundum ekki fyr
en um hádegi, og vissi enginn hvað tímanum leið; stóð svo við
þessi vandræði þangað til Ágúst Thomsen kaupmaður hljóp undir
bagga og gaf bænum stórmikið turnúr, sem slær við hverja stund
og við hvern fjórðung stundar að auki; eru þar tvær klukkur efst
uppi í turninum og slá hamrar á þær svo sjá má neðan frá göt-
unni; hafa klukkurnar ólíkt hljóð, önnur skærara en hin dimra;
önnur klukkan slær við stundarfjórðungana en hin við stundina,
þannig að til að mynda þá er klukkan er tólf, þá slær önnur
klukkan fyrst fjögur högg, því að þá eru fjórir stundarfjórðungar
liðnir, en síðan tekur hin klukkan við og slær tólf högg, svo
höggin verða sextán alls, þar af fjögur fyrstu höggin með öðru
hljóði; við næsta stundarfjórðung slær klukkan eitt högg, við hálf-
tíma tvö, við þriðja fjórðung þrjú, og við heilu stundina fjögur,
og svo eitt högg til með öðru hljóði, því þá er klukkan eitt.
í*etta heyrist um allan bæinn og langa leið vestur eftir öllu og enda
fram á Nes í logni og heiðviðri; en I'ingholtsmegiu heyrist síður
til klukkunnar, því að klukkurnar eru úti á vesturhlið turnsins, en
timburveggurinn á milli hinumegin og tekur hljóðið úr. Thomsen
hafði gefið þúsund krónur til að kaupa þetta, en annað eins mun bærinn
hafa þurft að leggja til, þótt vel hefði mátt gera við gamla verkið,
því slík verk ganga öldum saman, en von til að stundum þurfi að
líta eftir þeim, eða gera við þau. Nú á að setja gamla turnúrið
í Keflavíkurkirkju, eftir ráðstöfun Thomsens, því hann var fæddur í
Keflavík. Ekki þykjast menn sjá eins vel á nýja úrið langt að,
eins og á hið gamla; skífan er hvít en stafirnir svartir. Efst uppi