Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 112
112
um vögnum og hjólsleðum; en þessi dýrð stóð ekki lengi, því að
eigendurnir settu íslenzka menn fyrir verzlunina, og varð þeim
ekki ráðafátt að koma öllu fyrir kattarnef; var húsið eftir það
nokkra stund eigendalaust að kalla, eða í eyði, þangað til Egill
Egilsson keypti það fyrir 12000 krónur (hefði nokkur stefna verið
þá komin á hugsunarhátt manna hér, þá hefði mátt fá þetta hús
handa söfnunum fyrir gjafverð). Par bjó Egill eitthvað 12 ár í
suðurenda hússins uppi, en leigði ýmsum út, bæði kaupmönnum
og embættismönnum, því nóg var af sölum og herbergjum; þar
bjó Lárus Sveinbjörnsson, sem þá var bæjarfógeti; Jón Hjaltalín
landlæknir; Halldór Daníelsson bæjarfógeti; þessir bjuggu allir hver
eftir annan í suður-endanum niðri, en hitt var leigt ýmsum til verzl-
unar og vörugeymslu; þar í stórum sal niðri var »Sjómannaklúbb-
urinn« um hríð; þar var og verzlun Eggerts Gunnarssonar, og
Gunnlaugs Rriems (fyrir Englendinga); verzlun rak og Jón Guðna-
son í norður-endanum alllengi; í miðri byggingunni hafði Löve
lengi klæða- og fataverzlun, uppi og niðri. í salnum niðri voru
stundum sjónleikir og skemtanir. Pá hefur »Glasgow« geíið tölu-
vert af sér, en þetta hætti smám saman, svo húsið varð þung
byrði fyrir einn mann, og þá skifti Egill því við Pórö Jónsson út-
vegsbónda fyrir »Garðana«. í I’órðar tíð bjó Tryggvi bankastjóri
þar sem Egill hafði búið, en herbergjaskipun hefur verið breytt
allmikið; býr Tryggvi þar enn í stórum og skrautlegum herbergj-
um. Eá var og náttúrugripasafnið flutt upp í Glasgow í stóra sal-
inn uppi á loftinu í miðbyggingunni; en eftir nokkurn tíma keypti
Einar Benediktsson cand. juris Glasgow af J’órði og lét breyta
allmiklu, einkum í norðurhluta hússins, og mjög til bóta, því að
þá voru þar gerð stór og fögur herbergi, þar sem áður hafði varla
verið komandi; þar bjó Reinholt Andersen skraddari uppi, en
Steingrímur Johnsen niðri, en á efsta lofti Jón Ólafsson ritstjóri,
og eftir hann Brynjólfur Porláksson landshöfðingjaritari; en annars
hafa engir búið þar að staðaldri. Á bak við suður-enda Glasgows
er prenthús, er Einar hefur látið byggja; þar var »Dagskrá«
prentuð; en við norður-endann hefur verið bygt tvíloftað hús, og
kallað »Aberdeen« (eftir borg í Skotlandi eins og Glasgow), og
stendur það á Glasgows lóð, en ekki er mikil prýði að því húsi.
Nokkuð fyrir neðan Glasgow er »Liverpool« (þessi ensku
nöfn hafa komið upp með ensku verzluninni sem þá var); það hús
var bygt af Jóni Markússyni kaupmanni, sem fórst með »Sölöven«;