Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 82
82
það nafn muni vera; ætlum vér helzt, að það sé upp komið á
seinni árum, líklega eftir 1846.
Alt það, sem upp hefur verið talið, eða öll byggingin í ?ing-
holtunum, er bygt eftir 1836. Pá var ekkert Bankastígsmegin
fyrir ofan lækinn nema »Bernhöfts bakarí«, og eintóm kot og torf-
bæir. Ekki höfum vér getað talið öll hús í Pingholtunum, bæði
af þvi vér vitum ekki hver býr í hverju húsi, og svo af því ýmsir
búa ekki nema um stund og hverfa. Fyrir ofan og austan Arnar-
hól eru enn ýmsir bæir með gömlurn nöfnum; þar á meðal Arnar-
holt, (sem nú er orðið að húsi), og hefur það sjálfsagt heitið svo
frá gamalli tíð; þar er og Traðarkot enn, og Lindarbær og Mið-
hús niður við sjóinn;
ofar eru Tóptir, Vind-
heimur og Bali, alt til
skamms lélegir torf-
bæir, en nú breytt í
hús, sum að nokkru
leyti úr steini.
Hinumegin við
Bankastræti er LANDS-
HÖFÐINGJAHÚSIÐ, sem
fyrst var nefnt »Tugt-
húsið«, en síðan »Stift-
amtmannshúsið«. Pað
er langt hús og lágt,
úr steini, og alls ekki
samboðið tímanum;
seinna var settur á það kvistur (eftir 1850), og prýðkaði það nokkuð
við það, en annars er alt fyrirkomulagið svo lélegt, að ýms prívat-
hús eru miklu betri, og mun lítil ánægja vera að vera skyldaður
til að búa í þessu hreysi, sem danskir sjómenn kölluðu »Hytte«
hérna um árið; og í þessu húsi er landshöfðinginn skyldaður til
að taka á móti öllum útlendum herrum, sem hingað koma á snær-
um einhverrar stjórnar, og er þetta ekki til mikils sóma fyrir
landið. Fyrir neðan húsið er allsnotur garður með blómjurtum og
grasreitum, og merkistöng í miðjum garðinum. Allljótir grjótgarðar
eru til beggja hliða við garðinn, en þar austur af liggur Arnar-
hólstún, einnig kallað »landshöfðingjatúnið«, því að það heyrir til
embættisins; þar er efstur »Arnarhóll (sem í daglegri ræðu er oft
Á. Thorst. phot.
I, AN DSHÖFÐIN GJ AHÚ SIÐ.