Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 5
5
skipuninni um staðfesing og taldi þetta ótilhlýðilegt, svo að alþingi
hætti við þetta. En er það nú ekki auðséð, að á alþingi 1861
hafa það verið húsbændur, sem hafa ráðið, en ekki vinnuhjúin?
þ»að er margt í löggjöf vorri um vinnuhjú, lausamenn og húsmenn,
sem aldrei mundi hafa verið samþykt nema af húsbændum. Og
það þarf jafnvel ekki að leita lengra en til alþingis 1B97. þá
voru samþykt lög um vinnuhjú, lausamenn og húsmenn með svo
hamlandi og íþyngjandi lögreglufyrirskipunum, að stjórnin sá sér
eigi fært að leggja lögin fyrir konung til staðfestingar.
þ>að má einnig nefna skattana. Ábúðar- og lausafjárskattur-
inn hvílir á bændum, þar sem húsaskattur og atvinnutekjuskattur
einkum hvílir á kaupstaðarbúum. En fjölda mörgum bændum
finst, að í raun réttri ættu þeir að vera skattfrjálsir. í þessa átt
gengu ný tíundarlög, sem samþykt voru á alþingi 1897, sem lík-
lega losa bændur við 6—8000 króna gjöld á hverju ári, og missa
prestar þar líklega 2—3000 krónur af tekjum sínum á ári.
f>að er komið undir dómi sögunnar, hvort það má kalla, að
bændur hafi misbeitt valdi sínu, en hitt er víst, að þeir eru með
sama marki brendir, sem aðrir menn, að þeim hættir við að líta
á sinn eigin hag.
En í þessu liggur ástæðan til þess, að menn heimta kosn-
ingarréttinn aukinn. þeir, sem völdin hafa, misbeita valdi sínu,
og þeir, sem fyrir þessu verða, heimta þá sjálfir völdin, eða rétt-
ara sagt kosningarréttinn, sem veitir völdin.
Menn heimta kosningarréttinn í nafni réttlætisins og þeim er
veittur hann í nafni réttlætisins.
Annars ætla ég ekki að fara hér að rannsaka, hverjir að réttu
lagi eigi að hafa kosningarrétt. þetta hefur að eins verið tekið
fram, til þess að sýna, að menn hafa fengið kosningarrétt til þess
að fullnægja kröfum réttlætisins, og ef menn ekki hafa kosningar-
rétt, þá er það af því, að þeir, sem hafa völdin, hafa ekki játað,
að slíkt væri nauðsynlegt réttlætisins vegna.
En ef það er rétt, að kosningarréttur sé veittur mönnum rétt-
lætisins vegna, þá getum vér leitt út af því ýmsar setningar, og
skulum vér nú nefna þrjár aðalsetningarnar:
1) Kosningarnar eiga að vera þannig, að kjósendunum sé
mögulegt að neyta kosningarréttarins, og að þeim sé gjört það
nokkurn veginn jafnauðvelt.