Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 44
44
máli, sem hefur mátt að þola
meinin öll, er skyn má greina:
ís og hungur, eld og kulda,
áþján, nauðir, svartadauða; —
málið frægsta söngs og sögu
sýnu betra guða-víni,
mál, er tyllir svimandi sælu,
sál og æð, þó hjartanu blæði.
Pað hefur voða-þungar tíðir
þjóðinni verið guðleg móðir,
hennar brjóst við hungri og þorsta,
hjartaskjól þegar brott var sólin;
hennar ljós í lágu hreysi,
langra kvelda jóla-eldur,
fréttaþráður framandi þjóða,
frægðargaldur liðinna alda.
Stóð það fast þegar storðin hristist,
stóð það fast fyrir járni og basti;
stóð það fast, og fjör og hreysti
fékk hvað mest við stríð og hnekki.
Lof þitt, Frón, sé ljóðum stafað,
lof fyrir hrundinn sálardofa,
víkingslund og brýnda branda
bráðeggjaðra hreystidáða.
• Undrask fögur öglis landa
eik hví vér sém fölir og bleikir«, —
spurði skáld, og grafljóð gerði
geymileg meðan byggist heimur.
Héðinn söng meðan hyrjar tungur
heljarváða stefin kváðu;
pónr, Jökull og þaðan af fleiri
þuldu ljóð meðan öxin buldi.
Sturla kvað yfir styrjarhjarli,
Snorri sjálfur á feigðarþorra,
ljóð frá auði lyfti Lojti,
»Lilja« spratt í villukyljum.