Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 97
97
<en hann lét byggja húsið og gaf dótturinni, og bjuggu þær þar
lengi; þetta var fyrir 1836 einhverntíma, en þá voru engin önnur
hús þeim megin við götuna. Eftir mad. Ottesen fékk frú íngileif
Melsteð húsið, ekkja Páls Melsteðs amtmanns, og andaðist hún
þar, en Hallgrímur Melsteð sonur þeirra, landsbókavörður, á nú
húsið og býr þar, og er það að miklu leyti óbreytt. Fyrir neðan
öll þessi hús, sem nú hafa verið talin, eru frjósamir matjurta-
garðar, sem hallast móti sólu og eru mjög fagrir á sumrin. Pá
erum vér komnir aftur á götu-endann, og blasir þar við hús Lárusar
Sveinbjörnssonar háyfirdómara; það var áður langt hús og lágt,
sem Pórður konferenzráð og háyfirdómari hafði bygt, en Lárus
hefur látið byggja þar nýtt hús eftir kröfum tímans; þar fyrir
neðan er fallegur blómgarður með hvönnum. IJetta er annars
talið í Túngötu.
Eá er nú ekki annað fyrir en að sveifla sér aftur upp að húsi
Halldórs Pórðarsonar eða Jóns Péturssonar, og horfum vér þá
ofan eftir bankastígnum; liggur þar húsaröðin þráðbein alt ofan
að hinu gamla Jónassenshúsi, sem er í Aðalstræti og beint fyrir
þessari löngu götu, sem frá Bakarabrúnni heitir Austurstræti, og
er einhver hin stærsta gata bæjarins. Par er þá fyrst á horninu
fyrir neðan lældnn hús Sigfúsar Eymundssonar, sem áður er nefnt.
Par næst er PRESTASKÓLAHÚSIÐ, sem áður hét »yfirréttarhús«;
þar var landsyfirrétturinn haldinn lengi, þangað til þinghúsið (»tugt-
húsið«) kom. Hús þetta er einloftað og gamaldags, en hátt til
ioftsins fremur en þá var títt. — Par næst er hús Árna Thor-
steinssonar landfógeta; það var fyrrum eign Ólafs Finsens sýslu-
manns, og síðan Vilhjálms sonar hans, sem þá var landfógeti; það
er vel bygt hús og hefur Árni látið byggja sal ofan á það, en á
bak við er blómgarður með margskonar jurtum og blómum. Par
er ljósmyndastofa Árna yngra Thorsteinssonar, sem mikil aðsókn
er að. Par næst er hús Eyþórs Felixsonar kaupmanns; það er
steinhús dimmleitt, og þröngur inngangur; það er tvíloftað og
bygt upp úr litlu húsi, sem Sigurður átti Benediktsson, vefari.
Pá er það hús, er Pétur biskup átti og bjó í alla sína tíð hér í
bænum, bæði sem forstöðumaður prestaskólans og biskup; það er
gamalt hús allstórt, og var þar áður Möller nokkur, kaupmaður;
húsið hefur áður verið mikilhæft eftir því sem þá var, en er nú
mjög fallið og var þegar farið að hrörna í tíð Péturs biskups; eftir
lát hans var það gert að verzlunarhúsi og breytt innan; þar var
7